Kirkjublaðið - 01.03.1893, Qupperneq 7

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Qupperneq 7
55 fremur vera sú, að koma A algjörlega verzlegri kirkju- stjórn, þar sem ríkið er allt en kirkjan ekkert. Jeg tyrir mitt leyti álít reyndar, að skilnaður ríkis og kirkju hjá oss eigi æðilangt í land En það er hjart ans sannfæring mín, að kirkjulífi voru og þjóðlíti sje það hollara, að vjer heldur reynum að losa en herða þau verzlegu bönd, sem nú liggja á kirkju vorri, og þar til tel jeg fyrst, ekki að afnema heldur endurreisa hið ís- lenzka biskupsvald til forns vegs, án þess þó að kirkjan fyrir það verði 1 nokkru ofjarl ríkisins. Jeg get ekkert sjeð á móti því, að biskup t. d. fengi í sameiningu við söfnuðina veitingarvald allra prestsembætta á landinu, en konungurinn eða annar í umboði hans staðfesti að eins veitinguna. Þetta væri stórkostleg aukning á biskups- valdinu, en hún yrði að mínu áliti til mikillar bótar. Yrði biskupinn svo að öðru leyti sem óháðastur hinu verzlega umboðsvaldi, þá mundi það hafa blessunarríkar afleiðing- ar fyrir kirkjuiífið og þar af leiðandi fyrir þjóðina, með þessu væri og stigið allstórt stig til skilnaðarins. Það aðalaugnamið, sem hver sonur þjóðarinnar og kirkjunnar hlýtur að hafa fyrir augum í þessu efni, er, að rikið og kirkjan hindri hvorugt annað í því að vinna að hinu háleita takmarki sinu, heldur neyti frjálsrar og bróðurlegrar samvinnu til eflingar tímanlegrar og eilífrar velferðar hinna einstöku meðlima sinna; en í þessari samvinnu hlýtur kirkjan, sem Guðs ríki á jörðunni, jafn- an að eiga hinn meiri og veglegri þátt. SIGURÐUR STEFÁNSSON. Kirkjublaðið. n. Kirkjulífið íslenzka hefir verið stöðugt umtalsefni hin síðustu árin i öllum blöðum, í ýmsum fyrirlestrum, smá- ritlingum o. s. frv. Er það að lifna eða dofna, er það betra eða verra, meira eða minna, en þá og þá á liðinni tíð? Gæti menn þoss, hvað frjettariturum blaðanna, ofan úr sveitunum, verður skrafdrjúgast um. Næst heybirgð-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.