Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 2
66 í hjarta þjer býr heilög raust, ef henni gegnir tafarlaust, þá sjerhvern dag mjer sumargjöf, þú sendir, þótt eg hvíli’ í gröf; þá sjáumst við, minn son, minn son! eg sofna’ í þeirri trú og von. P. ó. Kafli ur ræðu. Eptir dr. tlieol. T. de Witt Talviage í Brooklyn. . . . Hjer inni eru hundraðir sálna, sem segja: »Jeg vil verða kristinn — livað á jeg að gjöra?« Ymsir eru þess hugar, að gangan sje löng og ströng. Fyrst þurfi lengi að gráta syndir sínar, margar andvökunætur, vikur og mánuði. Fyrirgefningin frá Drottni komi svo í stríðs- lokin í launaskyni. Þetta er ekkert fagnaðarerindi. Dreng- urinn sezt í neðsta bekk skólans færist upp á hverju ári og fær svo að lokum vitnisburðarbrjef sitt. I skóla Krists er þetta allt á annan veg. Sálin fær vitnisburðarbrjefið um leið og hún kemur í skólann, og brjeflð er ritað með blóði Krists. Táraföllin frelsa þig ekki. Andvökunæturn- ar frelsa þig ekki. Dauðastríðið frelsar þig ekki. Ekkert frelsar þig nema hið eina, að þú veitir Jesú viðtöku. Það er fyrsta stigið, það er annað stigið, það er þriðja stigið, það er efsta stigið. Kú kannt þú að spyrja mig, við hvað jeg eigi með þessum orðum, að veita Jesú viðtöku. Jeg á við það, að þú trúir á hann. — Þú berð fullt traust til bezta vinar þíns, til verzlunarfjelaga þíns. Jeg er svo sem ekki að fara fram á neitt ógjörlegt. Þú treystir vin þínum og fjelaga. Berðu sama traust til Jesú! Sjejarðn- eskur vinur þinn maklegur trausts og trúnaðar, skyldi þá Jesús Krlstur eigivera það miklu fremur, hann sem pínd- ist og dó þjer til endurlausnar. Jú, vissulega! »En hvernig á jeg að öðlast slíka trú«, kanntu að spyrja. Þú verður að trúa orðum Drottins. Þú verður að biðja um aðstoð heilags anda til þess. Margur kann nú að segja: »Jeg biðst fyrir, kvöld og morgna, en jeg fæ enga bænheyrslu«. Biðst þú fyrir? Kann vel að

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.