Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 3
vera að þú lesir bænir þínar. Jeg skal segja þjer hvað það er að biðjast fyrir: Þú ert farþegi á skipinu Mel- ville á leiðinni til Port Royal. Niðamyrkur er á og mann- skaðaveður. Stefnið brotnar úr skipinu og það sekkur, Þú berst á skipsflaki lengi nætur. í dögun kemur bátur úr landi til að bjarga þeim, sem af hafa komizt. En það virðist sem enginn í bátnum sjái þig á þínu flaki. Líflð fjarar út, og þú flnnur að það er úti um þig, haflr þú ekki mátt til að gjöra vart við þig. Þú æpir: »Líttu hingað, hjálp, hjálp«. Þetta er bæn. — Þú flnnur að þú ert glataður, ef Drottinn færir eigi hjálp. Hefir þú nokkru sinni beðizt fyrir á þá leið. Hefir þú nokkru sinni tekið á öllum kröptum sálar þinnar til að hrópa á fyrirgefning og sáluhjálp. Haflr þú eigi gjört það, þá hefir þú eigi beðið. — Margir eru hjer staddir, sem vilja verða kristnir, en þeir hafa aldrei beðið. Jeg vil bæta því við, að þú verður að rannsaka ritn- inguna, eins og um líf þitt væri að tefla. Biflían er gömul bók. Sumir yðar ætla, ef til vill, að hún sje úrelt, en það segi jeg þjer, vinur minn, að viljir þú rata leiðina til himins, verður þú að rannsaka þá bók. Biflíuna má lesa með tvennu móti. Það er skilningslestur til fróðleiks og skemmtunar og hjartalestur til sáluhjálpar. Þú dettur ofan á skáldlega lýsingu í biflíunni, og lest hana alveg eins °g þegar þú ert að lesa kvæði Tennysons. En þar kemur, að á sælli stundu vitjar heilagur andi hjarta þíns. Þú flettir upp biflíunni. Það er eins og hvíslað sje að sálu þinni: »Nú áttu um tvennt að kjósa, himnaríki og helvíti«. Þá ferð þú fyrst að lesa, og lest af allri þinni sálu. Þú finnur að fáir þú eigi við lestur þessarar bókar fyrirgefning og ljós, þá veitist þjer það aldrei. Hugsum oss gamlan kaptein, sem ekki hefir á sjó komið í 20 ár. Hann þarf ekki lengur að halda á korti og kompás, barnabarnið hans heflr fengið hvorttveggja til að leika sjer að á gólfinu og gamli maðurinn horfir á. En frá þessum munum hvarflar hugur hans til fyrri ára; þá þurfti hann þessara muna með og allt var öðru vísi umleikis. Ofviðrið buldi og ölduginin hvæstu banvænni froðu, himininn svartmöttlaður brá leiptraridi sverði, hvað-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.