Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 6
70 svo að þau naumast hjeldu við hold. Hvenær sem konan ljet á sjer skilja að sig vanhagaði um eitthvað, skipaði hann henni að þegja og var bæði stirður og önugur við hana. Heimilislífið fór heldur versnandi, hjúskapnum hrak- aði, og samkomulagið milli hjónanna spilltist allt af meir og meir. Þar kom um síðir, að þau fóru að hugsa um skilnað, einkum bóndinn; voru og ýmsir óvinir konunnar þess fýs- andi; sögðu þeir að aldrei mundi hagur hans batna, nje heimilið lagast, fyr en hann segði skilið við kerlinguna; kváðu þeir hana mestu eyðsluskepnu, sem stæði bú- skapnum fyrir þrifum. Bóndi var lengi tregur, því að hann kannaðist þó við ýmislegt gott í fari kerlu sinnar, og mundi eptir að ýmsan greiða hafði hún gjört honum, þrátt fyrir allt, sem á brast. En þó kom þar, að hann ljet til leiðast. Konan var og eigi all-ófús á skilnaðinn, enda töldu sumir vinir hennar hana á það að þola bónda sínum eigi lengur slíka meðferð; en aptur voru margir vinir hennar sem löttu. Þó varð það úr um sfðir, að hún sá ekki annað vænna ráð en að skilja við manninn, enda tók hann nú að sækja það fast. Það varð niðurstaða þessa máls, að skilnaðurinn fór fram, en þó ekki að full- um lögum. Hrifsaði bóndinn til sín mikið af fjelagsbúi þeirra hjóna, en hún hraktist fjelítil frá honum. Nú hugði bóndi gott til, að hagur sinn mundi greið- ast, er kerling var farin, enda spöruðu þeir, sem þóttust vera beztir vinir hans, ekki að telja honum trú um það. En ekki varð þeim að spá sinni. Þá er konan var farin versnaði ólagið á heimilinu um allan helming. Nú var lifað í meira sukki en áður, og búið gekk enn meir til þurrðar. En einkum versnaði allt siðferði á heimilinu. Þótt gamla konan hefði haft lítil heimilisráð síðari árin, hafði henni þó nokkurn veginn tekizt að hafa hemil á krökkunum; en nú var ekki lengur um það að tala. Bóndi þóttist hafa öðru þarfara að sinna en uppeldi þeirra, enda var honum lítt sýnt um það. Lenti nú allt í óstjórn og sífelldum stælum. Enginn krakki vildi hlýða, en hver reif af öðrum það sem hann gat. Enginn bar nú lengur minnstu virðingu fyrir húsbóndanum nje sinnti góðum sið-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.