Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 8
72 Þá tóku sig til nokkrir sannir vinir beggja og reyndu að koma sættum á. Hvorttveggja hjónanna tók allólík- lega á því í fyrstu; en þó kom svo, að sættafundur var haldinn. Kom þar margt á góma, og þótti þá koma í ljós, að sjaldan veldur einn þegar tveir deila. Sú varð þó að lokum sætt milli þeirra, fvrir góðgjarnlegar fortöl- ur vina þeirra: að þau hjetu að taka saman aptur, en þó svo, að hvort þeirra um sig skyldi hafa frjálsari hendur gagnvart hinu en áður var. Skyldi bóndi hafa öll stærri fjárráð á hendi og alla umsjá utanbæjar, án þess að kon- an hlutaðist til um það fremur en bóndi hennar kveddi hana til. En konan skyldi aptur hafa öll innanbæjarráð, hlutlaus af bónda sínum, nema hún leitaði aðstoðar hans. Og nægilegt skyldi veita henni til framfærslu heimilisins, að því leyti sem hún hvíldi á henni. En um öll þau mál, er heimilið varðaði 1 heild sinni, skyldu þau ráðfæra sig hvort við annað, og yfir höfuð styðja hvort annað með alla heimilisstjórn. A þetta sættust þau, fluttu saman aptur og hjeldu vel sætt sína. Tók nú heimilið miklum framförum, bæði ver- aldlega og andlega. Allur heimilisbragur batnaði, búskap- urinn blessaðist og heimilið fjekk meira álit en það hafði nokkurn tíma áður haft. Unnust hjón þessi upp frá því vel og lengi og undu vel hag sínum. — Lýkur þar þess- ari sögu. Þess heflr gleymzt að geta, að bóndinn hjet Riki, en konan Kirkja. y b. r „Adrepa til tveggja presta“. Fjallkonan flytur í síðastkomnu blaði sínu grein með þessari yflrskript, sem byrjar þannig: «Það eru tveir menn, að jeg held báðir prestar, sem nýlega hafa svarað leikmönnum þannig í blöðunurn, að jeg íinn fulla þörf að benda alþýðu á, hver vopn sjeu horin á hana, og hverju hún megi búast við framvegis af háifu slikra rnanna, ef alþýðan diriist að tala um kirkjuleg mál í öðrum tón en þeim líkar«. Já, eitthvað er það slæmt, hugsar víst fólkiðog svo

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.