Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 11
75 »Hib sanna gildi liennar sem uppsprettu liins sáluhjálplega sannleika og reglu fyrir trú manna og breytni, er í raun og veru bið sama, 'þótt benda megi á einhverja ónákvæmni hjá höfundum hennar 1 þeim atriðum, er ekki snerta aðaltilgang hennar, sem Guðs opinberaða orðso. Þessi orð gjörir Fjallk.greinin sjerstaklega að umtals- efni og útlistar orð sjera Sigurðar á þá leið, að »öll ritn- mgin sje ekki innblásin eða opinberað orð«, og spyr svo »hver eigi þá að meta, hver orðin sjeu innblásin og hver ekki?« Sjáist það á frumritunum«, bætir höf. við, »þá hefði átt að prentá innblásin orð með breyttu letri, - svo almenningur gæti vitað það líka«. Hve mikil alvöruspurning þetta er hjá höf. skal ósagt, en þetta er mikið alvörumál. Það er hinn svonefndi »bókstaflegi innblástur ritningarinnar«, sem hjer ræðir um. Bókstaflegi innblásturinn finnst sumum trúuðum mönnum óumflýjanlega nauðsynlegur, en í annan stað er hann mörgum hneykslunarhella, auk þess sem sú bókstaf- lega innblásturskenning, sem eignuð er kirkjunni, er óþrot leg uppspretta margra biflíuafneitanda til árása á gildi hinnar helgu bókar. Það er fjarri mjer að kannast við, að kirkja vor kenni slíkan bókstaflegan innblástur, sem höf- í Fjallk. virðist ganga út frá, en það er fyrir allra hluta sakir nauðsynlegt að hugleiða það og gjöra sjer það ljóst, hvernig Guðs orð í heilagri ritningu er íklætt mann- legu orði. Ritningin er Guðs opinberaða orð oss til sálu- Þjálpar, það stendur um aldur, hvernig sem móti verður mælt. Hin tilvitnuðu orð sjera Sigurðar eru rjett og sönn, Kbl. mun ræða þau, eða þá hugsun sem felst í þeim, rækilega, endist því aldur. Hin mannlega hlið biflíunnar verður að sjást og skiljast greinilega. Það er hin yfir- tnátúrlega handleiðsla Guðs útvöldu þjóðar, sem er rauði þráðurinn gegnum allt gamla testamentið. Það er skiln- ingur hinnar helgu sögu, sem þarf að skýrast. Við slík- ar rannsóknir staðfestist að eins kenningin um liinn guð- lega innblástur ritningarinnar, þrátt fyrir og einmitt í gegn um skýlu hins mannlega hjúps. Gæti Kbl. lagt dá. lítinn skerf til þess, væri vel, lesendum sínum til fróð- leiks, og um fram allt til trúarstyrkingar.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.