Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 3
99 þá skoðun inin. Mörg rök get jeg fært máli mínu tíl sönnunar. Og eru þessi hin helztu þeirra. Fyrst er að minnast á sannanir sögunnar og reynsl- unnar. 1. Prjedikun ritningarinnar er blaðalaus prjedikun. Hvorki spámennirnir, frelsarinn nje postularnir lásu ræð- ur sínar af blöðum. Og frelsarinn sýnir ljóslega með orð- um sínum (Matt. 10, 19), að upplestursprjedikunin er eigi samhljóða.fyrirmælum hans. 2. Pjedikun allrar fornkirkjunnar var yfirhöfuð blaðalaus prjedikun. I því efni nægir að benda á Jó- hannes Gullmunn og Ágústínus. Það var ekki fyr en seint á öldum, þegar trúarlif dofnaði, að sá siður komst á, að prestar læsu upp ræður sínar af blöðum. 3. Nú á tímum heflr kirkjan almennt losað sig við allar upplestursprjedikanir, og hún gjörir það ávallt meir og meir, eptir því sem trúarlífið lifnar og glæðist. Kirkj- an á íslandi er reyndar enn þá undantekning í þessu efni. En það er sannfæring mín, að hún komi og á eptir, áð- ur en langt liður. 4. Allir þeir, sem hafa mesta æflngu í og bezt vit á ræðuhaldi, eru sammála um það, að upplestur sje áhrifa- lítil framburðaraðferð. Þetta er sameiginlogur vitnisburð- ur allra merkra ræðumanna, hvort sem þeir eru prestar, stjórnmálamenn, kennendur, lögfræðingar eða fagurfræð- ingar. 5. Kirkjur eru yfir höfuð margfalt betur sóttar, þar sem blaðaiaus prjedikun er höfð um hönd, en þar sem upplesturinn á sjer stað. Þetta hefir reynslan sannað og sýnt hjá öðrum þjóðum. Þá er að minnast á þær sannanir, sem eru fólgnar í eðli liinnar munnlegu ræðu sjálfrar. Sjera V. B. segir: »Blaðalaus prjedikun heyrir eigi fremur til einum tíma en öðrum«. Þetta er alveg rjett, því hún »heyrir til« öllum tímum. En upplesturinn ætti engum tíma að »heyra til«, því hann erað eðli sínu eptir margra áliti alls engin prjedikun. Það er að eins van- ion, sem heflr gefið honum prjedikunarnafn. Sjera V. B. segir, að lestrum fylgi »ekki lítill krapt-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.