Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 12
Spurgeons, sem nefnd eru í æfisögunni, ættu prestar að eignast kennimannlegu guðfræðina, hans, »Lectures to my students«, ekki sízt vegna þess, hvað hann kennir þar margt nýstárlegt. Vjer íslenzku prjedikararnir erum lítt að skapi hans. Næst er prjedikan eptir sjera Jón Bjarnason. »Að frelsast, að glatast, eða hið bjartasta Ijós og hið dimmasta myrkur«. Efnið er líkt og í fyrirlestri hans í »Alda- mótum* 1891, sem hljóðaði um »Það, sem verst er í heimi«. Þá er fyrirlestur frá kirkjuþinginu síðasta eptir sjera N. Steingrím Thorlalcsson, er heitir »Hvað viljum vjer?« Það er vörn fyrir hina islenzku presta vestra og um leið ádeila. Svarið er, að þeir vilja koma til leiðar, að »Guðs orð verði hinni íslenzku þjóð í anda og sannleika sann- leikans orð og lífsins orð, svo hennar andlega líf verði heilbrigðara«. Síðast er ritgjörð eptir sjera Fr. J. Bergmann, sem heitir » Umhurðarlyndi í trúarefnum«. Greinin er rituð af fjöri og krapti og í fyllsta máta makleg þess, að hún sje lesin og yfirveguð og rædd frekar. Ekkert umburðar- lyndi við vantrúna er niðurstaðan hjá höf. Kristindómur- inn getur eigi kannazt við vantrúna sem gilda og góða lífsskoðun. Þetta er hverju orði sannara, og því »mega kristnir menn aldrei gefast upp í baráttunni við vantrúna«. »En þar scm mennirnir, persónurnar, eru annars vegar, eru kristnir menn skyldugir að sýna hið kærleiksríkasta umburðarlyndi. Að sýna þeim þolinmæði og langlundar- geð, en umfram allt kærleika, sem ekki er stærilátur, heldur vonar allt, umber allt, — það heimtar Guðs orð af oss kristnum mönuum eins vissulega og það bannar oss að umbera vantrúna sjálfa«. Með þessum orðum endar grein sjera Friðriks, þau eru sönn og fögur; bræðurnir vestra hafa markað þau á sinn skjöld, vjer hjer heima, sem berjumst undir sömu merkjum, viljum heldur eigi gleyma þeim. »Sameiningin« er og verður eðlilega málgagn kristin- dómsins vestra eins og »Kirkjublaðið« hjer heima. Allur meginþorri lesendannaverðuraðsjálfsögðu í því landinu, eða

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.