Kirkjublaðið - 01.08.1893, Qupperneq 2

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Qupperneq 2
Höfuð þjer jeg hneigi’ í skaut, himins mildin blíða. Fel jeg mig í faðmi þjer; feginn kýs jeg svali mjer lífs þíns lindin fríða. Ef þú vængi veittir önd, viðjum heims jeg svipti, svifi hátt á sólarlönd, sæll um heima skipti. 0 hve ljettur andi minn upp til þín í himininn sjer í ljósið lypti. V. B. Hinn sögulegi trúverðleiki kraptaverkanna með sjerstöku tilliti tii upprisu Krists. Eptir kandídat Jón Ilelgason í Kaupmannatiöfn. I. Sjerhver bygging, hve rambyggð sem hún er, hlýt- ur að falla í rústir, sje grunnurinn rifinn undan henni, eins og maðurinn hlýtur að falla til jarðar, þegar kippt er undan honum fótunum. Þetta sama lögmál — lögmál þyngdarinnar — hefir og gildi i andans heimi. í and- ans heimi hafa frá alda öðli vegiegar byggingar, hugs- ana-byggingar, risið frá grunni. Mannsandinn er sístarf- andi, frá alda öðli hefir hann haft stórbyggingar i smíð- um, og veglegar hafa þessar byggingar verið; með djúpri lotningu og aðdáun hafa kynslóðirnar horft á þær; en svo hafa komið nýir tímar og mcð þeim nýir menn, sem rannsaka vildu eðli og grundvöll þessara bygginga. Og við rannsóknina hafa menn komizt að raun um, að grund- völlurinn ekki var svo traustur sem skyldi og þegar far- ið var að hagga við honum fjell hin veglega bygging i rústir. Því verður heldur ekki neitað, að hvar sem mannsandinn hefir lokið við einhverja slíka hugsana-bygg- ingu, þar hafa brátt risið upp mótstöðumenn, er neytt hafa allra bragða, til þess að rífa grundvöllinn undan

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.