Kirkjublaðið - 01.08.1893, Side 5

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Side 5
m Sje þýðingu kraptaverkanna þannig rjett lýst, hlýt- ur það að vera hverjum hugsandi manni skiljanlegt, að sjerhver sanntrúaður kristinn maður hlýtur að halda dauðahaldi í sannleika kraptaverkanua. Og engu síður skiljanlegt hlýtur það að vera, að kirkjan, hinn kristni söfnuður, ekki víkur naglbreidd frá, fastheidninni við þessa trú, trúna á hið yfirnáttúrlega í kristindóminum, þótt hún fyrir fastheldni sína verði fyrir háði og aðhlátri fjand- manna sinna. Hverjar eru þá mótbárur vantrúarinnar gegn krapta- verkunum? Kraptaverkin, segir vantrúin, stríða á móti hinni heilbrigðu skynsemi, þau eru ósamrímanleg við vísindin og þá niðurstöðu, sem náttúrufræðingarnir hafa komizt að (náttúrulögmálið hlýtur að gjöra öll kraptaverk ó- möguleg — segja þeir), og loks stríða þau á móti sög- unni. Vjer ætlum ekki að reyna að sýna fram á sam- rími kraptaverkanna við hina svokölluðu »heilbrigðu skynsemi«; að eins viljum vjer hjer benda á, að það, sem menn kalla heilbrigða skynserai er ekki neitt fast eða óhagganlegt; hver tími og hver öld hefir sína heil- brigðu skynsemi og það, sem ein öldin hefir álitið vel samrímandi við heilbrigða skynsemi, því hefir næsta öld snúið bakinu við, sem alveg ósamrímanlegu við sína heilbrigðu skynsemi og þannig koll af kolli; enginn tími getur sagt: mín skynsemi er hin eina heilbrigða, eins og það líka mundi vera vitfirrsku næst að segja: enginn sem trúir eða liefir trúað á kraptaverk þau, sem nýja testamentið segir frá, hefir heilbrigða skynsemi. Ekki er það heldur tilgangur vor að leitast við að samríma kraptaverkin við hinar vísindalegu sannanir og ályktan- ir. itð eins skal hjer bent á það, að hinar vísindalegu sannanir, að því er snertir sambandið milli hins sýnilega °g ósýnilega heims, hafa einnig verið háðar tímanum og fíuians breytingum. Það, sem ein öld byggir, rífur önnur niður, það, sem ein kynslóð dáist að, brosir önnur kynslóð að, það, sem einn vísindamaður slær föstu sem óhrekj- anlegum sannleika, sýnir annar vísindamaður, að sje byggt á algjörlega röngum ályktunum. Og það er því

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.