Kirkjublaðið - 01.08.1893, Síða 6

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Síða 6
134 síður ástœða til að furða sig á slíku, þar sem sambandið milli hins sýnilega og ósýnilega heims er á dagskrá, sem hið sama einingarleysi á sjer stað þegar rætt er um efni, er að eins snerta hinn sýnilega heim. Og sjálf skoðun- in, að kraptaverkin stríði á móti sönnunum vísindanna, er svo fjarri því að vera skoðun allra vísindamanna, að nefna mætti fjölda slikra manna bæði í fortíð og nútíð, sem engum dettur í hug að efast um, að borið hafi og beri með rjettu vísindamannsnafnið, er í auðmýkt hafa játað kristna trú og trúað á hið yfirnáttúrlega í kristin- dóminum. — Það er því þriðja mótbára vantrúarinnar: að kraptaverkin stríði á móti sögunni, sem vjer viljum virða nákvæmlegar fyrir oss. Meira. Tíu boðorð Guðs og drottinleg bæn. Langur tími leið frá því, að Gfuð ljet Móses birta Israelslýð boðorðin á Sínaifjalli og rita þau á tvö stein- spjöld, þangað til Drottinn vor Jesú Kristur kenndi læri- sveinum sínum að biðja: »Faðir vor«. En ef vjer lesum hvorttveggja með athygli, þá mun- um vjer finna, að það er náið samband milli þeirra; því drottinleg bæn gefur oss leiðbeiningu til þess að skilja boðorðin, gefur þeim yfirgripsmeiri þýðitigu, en vjer ann- ars verðum varir við, að 1 þeim liggi og hjálpar hinu trúaða Guðs barni, er það biður þessa bæn af ein- lægu hjarta og löngun eptir bænheyrslu, til þess að halda boðorðin. Vjer viljum með fám orðum leitast við að benda á þetta með því sem hjer fer á eptir. Fyrsta boðorð: »Þú sJcalt eigi aðra guði hafa«. Þú skalt eigi aðra guði hafa, en hinn lifanda Guð, hinn al- máttuga skapara, viðhaldara og stjórnara allra hluta. Þú átt að forðast að gjöra nokkuð, sem honum mislíkar, en ástunda að gjöra honum allt til þóknunar, hafa mesta yndi af að hugsa um hann og langa mest af öllu til þess að verða honum innlífaður, vænta af honum einum hjálp- ar í allri þörf þinni og huggunar í allri sorg, það er hin sanna guðhræðsla. Samskonar hugarfar hefir skaparinn lagt niður í barnshjartað til foreldra sinna, á meðan það

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.