Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 10
138 oss Ijóst sambandið milli þessara tveggja boðorða og 6. og 7. bænarinnar: Faðir vor, »eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu«. Jesús kennir oss að biðja um styrk af hæðum til þess að fá betur og betur staðizt í stríðinu við þessar vondu girndir, sem freista vor, svo að oss geti farið fram í helguninni þangað til vjer að lok- um verðum algjörlega hreinsaðir af þeim og frelsaðir frá hinu illa sem í oss býr og fyrir utan oss. I 2. Mósesbókar 20, 5—6 stendur skrifað um boðorð- in: »Eg, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja feðra misgjörðar á börnum í þriðja og fjórða lið — á þeim sem mig hata, — en auðsýni miskunn í þúsund liðu, þeim sem mig elska og boðorð mín varðveita«. Vjer segjum aptur á móti: Faðir vor, »því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen«- Þú, Drottinn, hefir valdið og máttinn til þess að hirta oss seka eða umbuna og fyrirgefa eptir þinni vei- þóknun, en þú ert vor faðir, sem gjörir allt af gæzku og speki oss til hins bezta, þjer ber því lofgjörðin, veg- semdin og þakkargjörðin fyrir allt, sem þú lætur oss að höndum bera. Jesús segir: »Ætlið ekki, að eg sje kominn til þess að af- taka lögmálið og spámennina, til þess er eg ekki kominn, heidur til þess að fullkomna það« (Matt. 5, 17); hann hefir einnig innibundið aðalkjarna allra boðorðanna í þessum tveimnr boðorðum (Matt.22, 37—38): »Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, og öllu hugskoti þínu. Þetta er hið æðsta og helzta boðorð, og þessu líkt er hitt: Elska skaltu náunga þinn, sem sjálf an þig«. Þegar vjer berum þessi tvö boðorð saman við Drottins bæn, þá hafa þau sama innihaldið, því það er elskan til Guðs, sem kemur svo bersýnilega fram í ávarp- inu og þremur fyrstu bænunum í Faðir vor, eins og það er elskan til sjálfra vor og náungans, sem fjórar síðari bænirnar hafa fyrir augum. Allt það sem oss er boðið að gjöra eða láta ógjört í boðorðunum, hefir einungis vora æðstu sönnu þörf fyrir augum, eins og líka þessi þörf vor brýzt út frá hjarta hins trúaða Guðs barns í bænunum. Boðorðin og bænirnar hafa því ekki ólíkt

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.