Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 2
34 Úr ummælum prests við síðustu húsvítjun. 1. Um altarisgönguna. — Hvað altarisgönguna snertir, þá er hörmulegt að vita, hvernig henni er komið meðal vor. — Jeg fullyrði það á hverju heimili, að það er stór synd safnaðanna, að vanrækja hana svo mjög, sem nú er títt orðið Ein- lægt er þeim að fækka, sem koma til guðs-borðs; það er engu likara, en þörfln fyrir þessu helgasta náðarmeðali sje að hverta meir og meir. Það er eins og menn sjeu farnir að telja sjer trú um, að hennar þurfi ekki við, og að menn geti verið Krists lærisveinar og vinir ánhennar.— Og þó hetir frelsarinn sagt: »Takið og etið«, og »drekkið hjer af allir«. — Ef heimili yðar á að geta talizt meir en að nafninu til með kristnum heimilum, þá verður það að eiga meðlimi, sem elska svo Drottiu sinn, að þeir geti eigi án þess verið, að krjúpa að hans borði. Allir verðið þjer, mínir kæru vinir, að fá hlutdeild i Kristi á þennan hátt. Kristileg kirkja er reist á þessum grundvelli, fófnardauða frelsarans. Ef liún sleppir þess- um grundvelli, afneitar hún sínum frelsara, og ef grund- völlurinn í hjarta yðar hefir nokkuð haggazt í þessu tilliti, þá er öllum yðar kristindómi hætta búin. Fyrir því árninni jeg yður alvarlega og bið yður innilega, að rannsaka vel hjörtu yðar í þessu tilliti: hvernig standi á fjærveru yðar frá Drottins altari, — hver hafi þar yfirráðin, heimurinn eða frelsarinn, — hvað sje innihald yðar andlega lífs, — hvort það sje auðmjúk synda-játning, samfara lifandi trú á frelsarans friðþægingu og fyrirbón,—hvort það sje heit og innileg elska til hans og löngun eptir hans samfjelagi? — Hvað aptrar yður þá frá að vera borðgestir Drottins? Hversu óskiljanleg er fjærvera yðar frá hans altari! Hafið þjer gleymt orði Drottins sjálfs, er segir: »Ef þjer etið ekki hold manns- ins sonar, og drekkið ekki hans blóð, hafið þjer ekki lífið í yður«. Vitið þjer ekki, að sá maður, sem ekki nærir sig af holdi og blóði Drottins, ber dauðann, andlegan og eilífan í hjarta sínu? —Ekkert anna,ð meðal er yður gefið til að styrkja og næra yðar andlega líf. Yðar kristin-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.