Kirkjublaðið - 01.03.1894, Side 9

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Side 9
41 manna með sambandinu milli sin og barnanna. Það er sannarlega hið rjettasta og eðlilegasta, að kennifaðirinn taki við börnunum svona undirbúnum úr foreldra hönd- um. En marga foreldra brestur þekkingu til þess eða tima, eða þá vilja og ástæðu til að gjöra það, sem þeir eiga að gjöra. En, kristnu foreldrar og húsfeður! Þjer megið ekki vanrækja þau meðul, sem leiðtogar yðar bjóða yður til að bæta úr þessum skorti, þvi að verulegur skortur er þetta. Kristindómsfræðsla barnanna er hjarta safnaðanna, hætti hjartað að slá er úti um lífið. Það er að visu satt, að það kostar yður allajafnan dálítið, að nota þessi meðul, að láta börnin yðar njóta framboðinnar kennslu, hvort heldur það er farandkennsla i sveit eða barnaskóli i sjávarþorpum, en sá kostnaður er þó svo litill, að hann getur varla íþyngt nokkrum manni, jafnvel ekki hinum fátækasta. 0g svo er hins að gæta, að því fje er ekki fleygt í sjóinn, sem þjer verj- ið börnum yðar til menningar, það verður að blónmm blessunarinnar á gröf yðar. Og framför þeirra, hamingja þeirra, menning þeirra, það, að þjer hafið gjört þau að kristnum mönnum, að nýtum meðlimum i þjóðfjelaginu — það hlýtur þó að vera gleðin yðar meðan þjer lifið, og það verður fegursti minnisvarðinn á ieiði yðar. En þjer hafið og annað ráð með höndum til að Ijetta undir með kennifeðrum yðar. Og það er lestur Guðs orðs á heimilunum. Þann sið höfðu guðræknir feður vor- ir, enda voru þeir guðræknari og að mörgu betri en vjer niðjar þeirra. Þegar dagsverkinu var lokið, þá kölluðu þeir saman börn sin og hjú og lásu Ouðs orð fyrir þeim og sungu hjartnæma sálma. Þeir lásu kafla í ritningunni og útlistuðu hann einfaldlega, en þó hjartanlega og með alvörugefni. Þessi siður er lofsverður, honum er vert að fylgja og taka hann upp, þar sem hann er undir lok liðinn. Nú hafið þjer greiðari aðgang að orði Guðs en feður yðar. En það er samt engan veginn nóg, að þjer eigið biflíuna, þjer verðið að lesa hana og gjöra yður far um að skilja hana yður til uppfræðingar i ráðvendni. Þjer segið, ef til vill, að þjer hafið ekki tíma til þess.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.