Kirkjublaðið - 01.03.1894, Page 7

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Page 7
80 að eins í heimsstjórninni, sem opinberar speki hans og gæzku, heldur heflr hann líka birzt yður í því orði, sem vitrir menn og guðhræddir heyrðu af hans munni i forn- öld, og síðan hefir geymzt alit til vorra daga og mun aldrei undir lok líða. í þessu orði birtir Guð öll sín dýpstu ráð og leynd- ardóma. Þar finnur hugsunin bjarg til að byggja á, þar finnur vonin örugga festu akkeri sínu, þar nemum vjer Guðs ráð oss til sáluhjálpar, þar finnum vjer ráðningar á gátum lífsins og dauðans. Til þess að skýra þetta orð fyrir yður eru kenni- feðurnir settir. Þeir eiga að flytja það á því máli, sem þjer getið skilið, innræta yður það, svo að það varðveit- ist hjá yður og þjer berið ávöxt í góðum verkum og auð- sýnið í dyggðinni þekkinguna. Þetta eiga þeir að gjöra eigi að eins á einni ákveð- inni stund í vikunni, heldur og á heimilum yðar, hvenær sem skyldan býður, eða venja er til, eða skyldurækni þeirra knýr þá til. Markið sem þeir stefna að, er það, að verða yður til uppbyggingar. Og uppbygging í kristi- legum skilningi er það, að hjarta yðar finni betur til al- mættis Guðs, speki hans og gæzku. Kristindómurinn er ekki eingöngu ætlaður handa skilningnum, hann er ekki eingöngu það, sem verður skilið; hann er aðallega hjartans málefni. Þeir menn eru til, sem veita orði Guðs viðtökur með fögnuði, sem eru liógværir og af hjarta lítillátir. Það eru einkum börnin, hinir óspilltu smælingjar og þeir sem eru börnum líkir. Kristindómurinn er föðurleg kærleikskenning, ef hann er kenndur eins og vera á. Guð sjálfur er hinn kærleiksríki faðirinn, sem allt hefir skapað og öllu heldur við; hann viil börnum sínum allt hið bezta og hann þrýstir öllu, sem hann hefir skap- að, að sínu föðurhjarta. Hann skóp það'til þess, því að svo elskaði Guð lieiminn, að hann gaf í dauðann sinn ein- getinn son. Og Guðs eingetni sonur er kærleikurinn sjálfur, hann

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.