Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 5
87 vestræna þjóð! Þií ert frumherji þjóðanna, þú hefir fyrst stofnað þing allsherjar guðstrúar. Þitt næsta framstig væntum vjer að muni nálgast enn þá meir takmark hug- sjónarinnar: jafnrjetti og samþykki allra þjóða í milli. Og að vjer mættum lifa þá stund, mættum heilsa yður aptur, fullir lotningar og fagnaðar. Vjer höfum gleymt, að vjer vorum gestir, sakir gestrisni yðar og kærleika; fyrir því er oss í dag sem værum vjer að kveðja bræður vora og systur«. Einn Afríku höfðingi mælti: »Fyrir nærfelt 19 öldum, þegar dagaði hinn fyrsta morgun kristninnar, opnaði hin blinda Afríka sínar húsdyr fyrir barninu, frelsaranum Jesú Kristi, þeim sem síðan stofnaði einhver hin stærstu trúarbrögð, sem mannkynið hefir þekkt, fyrir honum, sem kenndi hin hæstu sannindi, sem kennd hafa verið, og hvers lærdómur og dæmi hefir leitt til þessarar samkomu. . . . Jeg hefi setið hjer meðal þjóðanna útvöldu og hlýtt á lífsspeki og lífs&koðanir hinna guðhræddu allra landa og þjóða. Og jeg hefi spurt: hver mun uppskeran verða? Ó, megi samkoma þessara vitr- inga verða að allsherjar-þingi hins eina Guðs með einu bræðralagi þjóðanna, og innvígsla allra sálna til Guðs þjónustu!« Einn Hindúi mælti þetta: »Guð forði mjer frá að heimta, að allir skuli trúa eins! Ilafi þetta þing borið heiminum nokkurn sannleikans vitnisburð, þá er það þetta, að það hefir sýnt, að heilagleiki, grandvarleiki og kærleiki er ekki eign eða óðal nokkurs eínstaks trúar- flokks, heldur að hver um sig hefir framleitt menn og konur, sem lifað hafa fyrir rjettvísi og sannleika«. — Einn af hinum kristnu skörungum mælti á þessa leið: »Feður hins skoðandi Austurheims! Synir hinna sistarf- andi vesturþjóða! hve inndælt er þegar bræðurbúa saman! Sjáið, hin nýja Jerúsalem, borgiu Guðs lifanda er að niðurstíga ájörðina! Heyrið, himininn byrjar sinn hásöng, en jörðin endurtekur; heyrið halelúja hinna eilífu sam- hljóma: Dýrð sje Guði í upphæðum, friður á jörðu, og velþóknan yfir mönnunum. Guðs börn, sem þennan vitn- isburð heyrið, hvað virðist yður? — Bevgjum vor höfuð, vjer sem yztir sitjum, beygjum vor höfuð og gefum Guði

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.