Kirkjublaðið - 01.03.1894, Síða 15

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Síða 15
47 sjest af þeim, aÖ þetta nýfundna opinberunarbrot er rjettkennt. — Mest af þessari Pjeturs-opinberun er óviðjafnanlega hræðileg og hryllileg lýsing á kvölum fordæmdra. Þó að Opinberunarbók vor kristinna manna sje að mestu of-vaxin vorum skilningi, og því vonlega minna lesin en hin önnur helgu i'it nýja testamentisins, þá eru þó í henni svo mörg guðleg orð kristinnar vonar, sem fest hafa rætur í trúariiii safnaðanna og orðin honum hjartfólgin í sorg og gleði, að sú bók verður söfnuðinum jafnan dýrmæt. ■^==3S==v-' Bænadagurinn er afnuminn — konungur heíir staðfest lögin — en stiga verða prestar í stólinn á Bænadaginn í þetta sinn, lögiu eru ekki komin í gildi 20. apríl. Annars segir það sig sjálft, að prestum og söfnuðum er heimilt að halda guðsþjónustugjörð þennan dag framvegis, verði það að samkomulagi. Sinn er siður í landi liverju. Þjóðverjar eru sem stendur að reyna að koma sjer saman um einn almennan bænadag fyrir endilangt Þýzkaland, jafnt katólskir sem protestantar, og vilja jafn- framt korna honum í tölu helgra daga. I hinu prússneska ríki komst þetta á siðastliðið ár og var 22. nóvember kjörinn til þess, en hin ríkin balda enn sínum iórnu bænadögum og verða opt mestu vandræði úr því, er stefnt er til helgra tiða í einu smárikinu, en steinsnari frá, hinu megin við landamærin er nautamarkaður, og eiga þá bændur úr vöndu að ráða, auk þess sem það er slæmur friðarspillir við guðsþjónustuna. Gefið en eigi goidið. I Bandafylkjunum eru 140,000 kirkjur og heíir smíði þeirra kostað 0600 milljónir króna (sama og Frakkar guldu Þjóðverjum), og þetta stórfje er gefið en eigi goldið. Kirkj- urnar taka 43 milljónir manna. Meira uin trújiingið. Sjera Matthías hefir að nokkru tekið ómakið af útg. Eðlilega fara dómar sumra í gagnstæða ált, teija það há-ameríkskan hjegóma, eða þá hneyksli næst að leiða þann- ig í kór saman lygina og sannleikann En ekki vav þetta hjegóm- inn einber, merkir og mikilhæfír menn altra höfuðtrúfiokka sóttu fundinn, og eitt hlýtur þó að vinnast við þessar 150 yfirlýsingar trúartærdóma og siðakenninga, sem fram komu á fundinum, og það er aukin þekking. Fundarskýrslan, sem flytur öll þessi erindi, hlýtur að verða stórmerkilegt rit. Forseti forstöðunefndarinn- ar dr. Barrows í Chicago, prestur þar, gefur hana vít. Niðurstaðan varð þessi, segir eitt Ameríkublaðið : Engum ókristnum trúflokki kom til hugar að leggja sín helgu rit á met við biflíu kristinna manna. Engin trúbrögð hafa getað bent á minnsta viðauka við siðalærdóm kristindómsins. Engin heimspeki flytur háleitari kenning um Guð, en fínna má í hinu gamla og nýja testamenti, og engin dýrðlegri von er vakin en von

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.