Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 8
40 er hógvær og af hjarta lítillátur, hann kom til að þjóna öðrum oð gefa út líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. 0g Giuðs andi, hinn heilagi andi, hann er eins og sólin á himninum, hann er líf og ljós mannkynsins, hann verkar í öllu og gjörir vilja yðar göfugri og áform yðar helgari. í einu orði: Guð kristinna manna er kærleikans Guð, hann birtist í kærleiksverkum. Hver sá maður, sem þekkir hann rjett, hlýtur jafnframt að elska hann Og því er það aðalboð krístindómsins og kjarni lögmáls- ins og þess, er spámennirnir hafa kennt og ritað, að vjer elsJcum Guð af öllu Jijarta og náungann eins og sjálfa oss; því að náungi vor er barn sama föður, hann ber merki Guðs á enni sjei- eins og vjer, hefir sömu þarfir og óskir og sömu ákvörðun. Ef kennifeður vekja athygli áheyrenda sinna á þessu og innræta þeim það með heitu hjarta og þeirri alvöru- gefni, sem er samfara óbifanlegli sannfæringu, þá munu þeir optast nær ná takmarki sínu, því takmarki, að verða yður til sannrar uppbyggingar, að þjer öðlist hið sama lunderni, sem var í Jesú Kristi. Því að það er ekki skyn- semin ein, sem þeir eiga að fræða. Með þessum hætti verður fræðsla þeirra það sem hún á að vera, ekki tómt sólskin, sem hrekur skýin frá augum skilningsins, heldur líka frjófgandi regn fyrir hjörtu yðar. Og þegar slíkt regn og sólskin skiptist á, þá vaxa frækorn hins eilífa lifs á sífrjóum akri. En — eigi kennifeðrum yðar að verða nokkuð ágengt, þá verðið þjer, foreldrar og húsfeður, að hjálpa þeim eptir megni, allir þjer nánustu kennarar hinna ungu og óreyndu, sem eru yður á hendur faldir. Ef þjer getið sjálfir leið- beint þeim fyrst framan af, þá verður það affarabezt. Og fagurt er að sjá foreldrana safna smælingjum sínum kring um sig á vetrarkvöldum, og heyra þá kenna þeim fyrstu stafina í stafrófi náðarlærdómsins, þar sem móður- leg bliða og föðurleg reynsla hjálpar eptirtekt og skiln- ingi hinna ungu sálna. Það er fagurt að sjá og heyra, þegar foreldraástin gjörir börnunum skiljanlegan kærleika Guðs, þegar foreldrarnir útlista sambandið milli Guðs og

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.