Kirkjublaðið - 01.03.1894, Page 13

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Page 13
mennirnir, sem voru með hundraí)shöfðingjanum sáu þetta, þá fóru þeir um nóttina til Pílatusar, yiirgáfu gröíina, sem þeir gættu, og sögðu, frá öliu sem þeir höfðu sjeð mjög óttaslegnir og mæltu: Sannarlega var hann sonur Guðs. Pílatus svaraði og mælti: Sak- laus er jeg af hlóði Guðs sonar, en yður þóknaðist það þannig. Síðan komu allir til hans og báðu hann og lögðu tast að honum, að skipa hundraðshöfðingjanum og hermönnunum að þegja um það sem þeir höfðu sjeð. Því að nóg er það fyrir oss, sögðu þeir, að hafa syndgað svo mikið tyrir Guði, þó að vjer eigi á eptir föllum í hendur Gyðingalýðs og verðum grýttir til dauða. Pílatus bauð þá hundraðshöiðingjanum og hermönnunum að tala ekkert um þetta. Þegar lýsti af Drottinsdeginum, kom Maria frá Magdölum, iærisveinn Drottins með vinkonum sínum, til grafarinnar, þar sem hann var lagður, — at ótta fyrir Gyðingum, sem brunnu af heipt, hatði hún ekki til þessa innt af hendi hinar vanalegu skyldur kvenna við látna ástvini. — Þær óttuðust að Gyðingar kynnu að sjá sig og sögðu: Þó að vjer gætum ekki daginn sem bann var krossfestur grátið yfir honum og barið oss á brjóst, þá látum oss nú gjöra það við gröf hans. En hver mun velta frá steininum fyrir oss, sem var lagður fyrir grafarmunnann, svo að vjer getum gengið inn og setzt niður hjá honum og gjört það að rjettum sið ? Því að steinninn var mikill og vjer óttumst að einhver kunni að sjá oss. Og ef vjer hötum eigi krapt til þess, þá skulum vjer leggja fyrir framan dyrnar minningartórnirnar, sem vjer höfum, og grátum síðan og berjum oss á brjóst alla leið heim til húsa vorra. Og þegar þær komu út að gröfinni, fundu þær hana opna, og þær gengu að og beygðu sig og sáu ungan mann sitja i miðri gröfinni, fagran á- sýndum og í skínandi klæðum og hann sagði við þær: Ti 1 hvers eruð þjer komnar? Að hverjum leitið þjer? Hvort leitið þjer að hinum krossfesta? Hann er upp risinn og farinn hjeðan. En ef þjer trúið eigi, þá beygið yður niður og sjáið, að hann er ekki á staðnum, þar sem hann lá, því að hann er upp risinn og farinn þangað, þaðan sem haun var sendur. Þá urðu konurnar hræddar og flýðu. Nú var hinn síðasti dagur hinna ósýrðu brauða, og margir sneru aptur heim á leið, því að hátíðin var úti. En vjer, hinir tólt lærisveinar Drottins, grjetum og hörmuðum, og hver tók sig upp til heimkynna sinna með sárum trega yfir því, sem til hafði borið. En jeg Símon Pjetur og Andrjes bróðir minn tókum net okkar og gengum til vatnsins, og með okkur var Levi Aiieusson, sem Drottinn .... Þar sem einmitt þessa dagana er farið með píningarsögu frels- ara vors á heimilum og í kiikjum vorum, þykir vel við eiga, að Kbl. bindi enda á loforð sitt í fyrra og flytji lesendunum brotið hjer að framan, sem er þýtt í heild sinni.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.