Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 10
42 En — timinn er iangur, vinir mínir, og þjer verjið hon- um opt til þess, sem ekki er eins nauðsynlegt, ekki eins fræðandi, ekki eins betrandi, ekki eins huggunarríkt í lifl og dauða. Lesið fyrir börnunum í ritningunni, einkum nýja testa- mentið. Ef þjer gjörið það, eflir það bæði guðrækni þeirra og yðar, því áð Gruðs orð verður ölium til blessunar, sem heyra það, trúa þvi og geyma það í góðu og siðsömu hjarta. Leikmabur. --------------------- f Helgi Hálfdánarson. Hann trúði fast. Hans trú var eigi spunnin af toga dauðra gróðurlausra stafa, en ódáins úr brunni’ í æðar runnin, og annarlegum hvergi blandin safa; hans kenning þvi ei »bjöllu blekkti hljómi«, en bergmál hreint hún var af Drottins rómi. Hann lcristinn var. Hann kunni’ ei til að slaka við kreddur þær, er biflíuna rengja, af orði Guðs hann ekkert vildi taka, og engin nýmæli við Guðs orð tengja. Og sem hann kenndi, svo og lifði þessi sannkristinn bróðir. Guð hans minning blessi! Og hana með þvi blessi’ að bæta’ í skarðið hins burtkallaða, og gefi oss sem fiesta, allt eins og hann, sem annist sínar hjarðir, andrika lærifeður, sanna presta! — Sem fyrirmynd hann fyrir klerkum standi, og fijóta heill af því mun voru landi. * * * Hið nýfundna „Pjeturs-guðspjair’. Brotið hef'st þar sem Pílatus heíir þvegið hendur sínar og hljóð- ar svo: .. . En af Gyðingum þvoði enginn hendur sinar, hvorki Heró- des, nje dómarar hans. En er þeir vildu þvo sjer, reis Pílatus

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.