Kirkjublaðið - 01.03.1894, Side 4

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Side 4
36 undir eins hitt, hversu Guðs opinberun er eins görnul og sólarljósið á vorri jörð og eins víð og veröldin: Einn heiðinn höfðingi frá Indiandi mælti svo: ,>í nafni þriðjungs mannkynsins, í nafni hinna nærfelt 500 milljóna trúarbræðra minna, lærisveina hins ljúfa lávarðar vors, Búddha — G-átama, færi jeg kærustu þakkir forseta þessa þings fyrir hans stöku mildi og umburðarlyndi. Bræður mínir og systur, borin í iandi frelsisins, þjer hafið nú lært að þekkja trúarskoðanir þær, sem systkini yðar á Austurlöndum fylgja. Lærið nú að hugsa og álykta án hleypidóma, lærið að elska allar verur, sakir hins eilífa kærleika, lœrið að játa yðar sannfæring án yfirdreps- skapar, lærið að hegða yður ráðvandlega og hreinferðis- lega, þá mun sannleikans ljós yður upplýsa«. Spekingur hinnar fornu Sinto-trúar mælti: »Þetta trúarþing er hinn mesti viðburður veraldarsögunnar, og höfuð-sæmd er það allrar minnar æfi, að hafa mátt mæta hjer, útrjetta þessa mína hönd og í auðmýkt votta mínar hugsjónir, sem þjer og með velþóknun hafið á hlýtt. Ósk míns hjarta er nú sú, að fulltingja yður eptir mætti í yðar mikla verki, að stofna allsherjar bræðralag undir því eina sannleikans eilífa þaki. Þjer vitið, að einingin er afi allra fram- kvæmda. Jeg, sem eingöngu tala tungu Japans-þjóðar, jeg má allt að einu styðja þetta mikla fyrirtæki til sig- urs. Til þess að mæta hjer, þurfti jeg ótal erfiðleika að sigra. Óvíst er, hvort mjer auðnast optar, að líta nokk- urn yðar, en svo hefir mikill unaður og fögnuður tyllt sálir vorar yfir fjelagsskap vorra funda, að jeg gleðst í voninni um líka samfundi og fjelagsskap í öðru lífi!«. Kínverskur höfðingi (mandarín) mælti: »Svo sem fjelagi þessa þings, finnst mjer allar trúaðar þjóðir vera mínir vinir. Og nú hefi jeg einnar bónar að biðja hið ameríska fólk, að það vildi breyta svo við landsmenn mína, eins og það hefir nú breytt við mig. Já, mig tekur hundrað sinnum sárara til þess, en mín sjálfs. Meiri hluti þeiri'a er löghlýðið fólk. Kristur kennir oss, að ekki sje nóg, að elska einungis bræður sína. Jeg er þess fullviss, að guðræknu fólki þykir ekki þessi bón mín úr hófi fara«. Anuar Asíu höfðingi mælti þessi fögru orð: »Þú mikla

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.