Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 6
38 dýrð og þakkir. Guðs riki kemur! Beygjum vor höfuð, og biðjum með vorri drottinlegri bæn . . . «. MATTIl. JOCHUMSSON. Guðleg opinberun. »Drottinn hefir látið þig heyra sína raust af himni til að henna þjer& (5. Mós. 4, 36.). I þessum merkilegu orðum hins mikla spámanns er fólgið það tvennt, að Guðs orð er af himni komið og að tilgangur þess er, að fræða allar kynkvíslir jarðarinnar um skapara heimsins. Sú kenning, sú fræðsla er hverjum manni nytsam- leg, eigi hann að verða hæfilegur til að gjöra það, sem er gott og fullkomið. Guð hefir að sönnu ritað lögmálið í hjarta mannsins, eins og postulinn að orði kemst, hann hefir sett þar sam- vizkuna eins og varðengil, til að gfeina gott frá illu; að vísu seg’ja himnarnir frá Guðs dýrð og festingin kunn- gjörir verkin hans handa; vjer sjáum að sönnu, að nátt- úran hlýðir órjúfandi lögum og mættum at því ráða, að til væri Guð skipulags og reglu, er öllu heldur við; vjer getum líka orðið varir við kærleika hans á hverjum degi, því að hann lætur sólina lýsa oss, uppsprettulind- irnar svala oss og ávexti jarðarinnar næra oss. En — hvernig gætuð þjeð vitað, að náttúrulögin eru vilji hans, að samvizkan er r'ódd hans, að það er röddin hans og einskis annars, sem heldur heiminum við, sem »setur sólkerfum rás sem og ari í geislum« og lætur árs- tíðirnar koma hverja á eptir annari? Hvernig gætuú þjer vitað, að velgjörðir þær, sem þjer þiggið daglega, eru í sannleika frá Drottni, að þær eru ljósasti votturinn um kærleika hans til mannanna,— hvernig gætuð þjer, segi jeg, vitað allt þetta, ef Drottmn hefði eigi látið yður heyra raust sína af himni til að lcenna yður eins og hann kenndi Israelsmönnum forðum. Þvi er það, að Guð hefir birzt yður, ekki að eins í uáttúrunni, sem er hans handaverk, ekki að eins i sam- vizkunni, sem er röddin hans hið innra með yður, ekki

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.