Kirkjublaðið - 02.04.1894, Page 7
71
bæði athugavert og miður ákjósanlegt. Hinir eldri, karlar
og konur, eru optlega síður en ekki samróma unga fólk-
inu. Mjög víða kvarta þessir gömlu kirkjuvinir um, að
þeir hafi haft fremur skaða en ábata á skiptunum; bæði
segjast þeir sakna sinna gömlu sálmalaga, sem orðið og
andinn frá æskudögum þeirra hafi búið i, og þó sje hitt
sem út yfir taki: spilið, orgelið, því það — segja þeir —
steli frá sjer ekki einungis söngnum, heldur og orðinu.
Jeg þekki gamla menn, sem jafnan fylgdu tiðum í fvrri
daga, en sem aldrei hafa til kirkju komið síðan orgelið
kom hjer í kirkjuna. Einn af þeim sagði mjer hjer á
dögunum, að hann gæti varla ógrátandi litið til guðshúss
sins, siðan »þetta fargan« tók frá honum alla ánægju og
uppbygging messunnar. Prestur minn, sem mjög ann
hinum nýja söng, hefir sagt mjer, að hvar sem hann vitji
sjúkra og fari með söng, spyrji hann fyrst að, hvort við-
komandi kjósi heldur hið gamla eða hið nýja, og kveðst
þá sjálfur syngja fyrir þá gömul vers undir gömlum lög-
um. Hann syngur að vísu litið, sauðurinn, en þá kveðst
hann mega til, þar fáir hinna yngri vilji þá byrja. Og
hvi skyldu hinir yngri hneykslast á þessu ? Er maðurinn
ekki mestan part vaninn, og er ekki flestum kærast það
sem þeir ungir námu? Og er ekki flestum erfltt að læra
gamlir nýja siði eða listir? Trú og tilfinning, náð Drott-
ins og hjartans viðkvæmni er og ekki bundið við mann-
legar reglur eða iþróttir. Þvi má og ekki neita, að
verulegur kirkju- eða kórsöngur er orðið allt annað nú,
síðan sá eiginlegi söfnuður er hættur að syngja, og söng-
urinn er mest-allur í höndum unga fólksins. Hann er að
fá eins og íþróttalegri en undir eins ókirkjulegri blæ.
Opt er það líka, að söngmenn vantar og hljóðfærið er
nálega eitt og allt, enda bætir þá ekki úr skák, ef spil-
arinn er viðvaningur og hljóðfærið eptir því. En gjörum
samt ráð fyrir, að þetta jafni sig; þeir gpmlu falla úr
sögunni, en hinir yngri læra fleiri og fleiri góðan söng,
og þegar þeir eldast, syngja þeir með. En þetta, sem
hjer er bent á, gæti þó bent til þess, að vara þá við,
sem allt vilja endurskapa, að vera varkárir í »reform-