Kirkjublaðið - 02.04.1894, Síða 10

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Síða 10
74 var syndlaus og heilagur, var iðulega á bænura til sins himneska föður. Hann talaði ekki og gjörði ekki annað en það, sem var ávöxtur þess trúarlífs, er hann lifði við Guð, föðurinn. Og hann hefir kennt oss þá bæn, sem svo er fullkomin, að hún hefir að innihalda allar þarfir vorar, bæði andlegar og tímanlegar; og’ er ágrip af öllu hinu háleitasta og huggunarfyllsta i mannlífinu. Ef nú hið innra lif hins syndlausa Guðs- og mannsins sonar giörði bænina sjálfsagða og óhjákvæmilega fyrir hann, hvað margt og mikið mun þá ekki knýja oss til að biðja, oss, sem daglega syndgum. Gleymið því ekki bæninni, kæru vinir; vitið að hún er blessun á heimili yðar. Allir eigið þjer að biðja, ungir og gamlir. Drottinn vill að þjer daglega eigið samræðu við sig um allt yðar andlega og veraldlega starf. Það fellir ekki niðnr vork fyrir yður, en það styrkir yður og fullkomnar í yðar verki, og kennir yður að vinna það með sannkristilegra hugarfari. Gætið þess, að bænin er gefin yður og veitt sem meðal til að öðiast Guðs náð, og ef þjer sviptið sjálfa yður og heimili yðar þessu náð- armeðali, þá sviptið þjer yður hinu óslitna, innilega og kærleiksríka sambandi við yðar frelsara. — Hin daglega trúaða bæn er ósýnilega náðarrík girðing Drottins um heirnili yðar, bæði til að verja það árásum óvinanna, og svo til þess að þar inni geti blómgast friður, samvizku- semi og skyldurækt i smáu og stóru. — Gleymið því ekki, að með bæn vorri eigum vjer að halda lifandi kærleiks- sambandinu milli vor veikra syndugra manna og heilags Guðs. Ef vjer biðjum ekki, megum vjer þá ekki óttast, að missa af Guðs náð? Bænin er sprottin af elskunni. Að biðja ekki, er að elska ekki, og því hið stærsta van- þakldæti við Guð, og mesta hættustig á vorum andlega lífsferli. — Heimilisbænin er máttarstólpi jheimiliskærleik- ans. Við heimilisbænina stækkar hinn kristilegi sjón- deildarhringur svo mjög, að hann nær til allra heimila — til kristilegrar kirkju. — Já enn lengra — einnig til þeirra, sem í myrkrinu sitja, og enn þekkja ekki hið sanna ljósið, sem upplýsir hvern mann. — II. E.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.