Kirkjublaðið - 02.04.1894, Page 13

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Page 13
7? Sjerstaklega er það þetta orðalag i siðari játníngunní »Getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu meyju«, þar sem áður stóð »fæddur af heilögum anda og Maríu meyju«, sem helzt hefir verið byggt á og mestdeiltum. Þessi orð hiunar fornu játningar skilja þeir Harnacks-sinnar svo, að hin elzta kirkja hafi talið Jósef föður Jesú, en að and- anum til var hann Guðs son, Guðs anda fylling bjó í hon- um fram yfir alla menn, hann heitir því í sjerlegum skiln- iugi Guðs son, og í því felst hluttaka heilags anda við fæðing hans. Til þess að fá þetta í samræmi við nýja testamentið er gripið til hins vanalega gjörræðis, að stryka yfiralit það í guðspjöllunum, lýsa það allt óekta og seinni viðbót, þar sem beint er talað um, að hann var getinn af heilögum anda og átti engan mannlegau föður. Þessi nýja, en þó reyndar gamla vantrú, neitar beint guðdómi Krists, fórnardauða hans og þrenningarlærdóm- inum. Svar hinna kristnu safnaða á kirkjulegum samkom- um, smærri sem stærri, hefir að kalla alstaðar verið eitt og hið sama, skýlaus mótmæli og eindregin fastheldni við trú feðranna. Kristinn söfnuður spyr af helgum móði: Hvað verður um vorn kristindóm án endurlausnara? Hvernig getum vjer þá beðið til Jesú Krists? Hvað verður uin vort jólahald og páskahelgi og alla vora guðs- þjónustu? Slík alvarleg árás hefir orðið til mikillar trú- arstyrkingar og almenningi hefir orðið það miklu ljósara en áður, hvílíkur kjörgripur hin postullega trúarjátning er í sínum gagnorða einfaldleik, sem herkuml kristinna manna. En jafnframt hefir og þeirri spurningu veiið hreift mjög alvarlega, hvort kristnir söfnuðir geti unað því, að háskólakennarar ríkiskirkjunnar, sem svo langt eru horfnir frá hinum kristilegu meginsannindum, haldi áfram að búa menn undir prestsstöðu i söfnuðinum, og sjá menn eðlilega, verði því eigi kippt í lag, eigi önnur úrra'ði betri en þau, að iosa kirkjuna við yfirráð ríkis- ins. Enn sem komið er gætir þó fríkirkjuhreifingarinn- ar lítið. Þetta er stutt mál um mikið efni, en prcstum sem vilja kynna sjer þetta betur skal vísað til góðrar bókar,

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.