Kirkjublaðið - 02.04.1894, Síða 14

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Síða 14
18 stuttrar en mjög efnismikillar, um hina postullegu^trúar- játning, sem dr. Theodor Zahn í Erlangen hefir nýlega gefið út í tilefni af deilunni, en sjálft rit hans er að minnstu deilurit, en mjög svo fræðandi. Þessi dr. Zahn er viður- kenndur að standa jafnfætis dr. Harnack hvað lærdóm snertir, enda skilur þá eigi verulega um uppruna játn- ingarinuar, en dr. Zahn stendur á grundvelli kristinnar trú- ar. Ritið er nýþýtt á norsku1. ■----s/2/a------ Hvert fer þu? NiOurlag ræSu á. 4. ad. eptir páska, eptir Sigurð prófast Gunnarsson á Valþjófsstat). Hvert fer þú? Hver er stefna þín í lííinu? Hvert mun vegur sá leiða, er þú gengur á ? Er það nú víst, að þú sjert á þeim vegi, sem leiðir heim til íöðurhúsanna ? Það má ætlast til þess af þjónum Drottins, sálusorgurunum, að þeir leiði athygli þeirra, er þeir vinna á meðal, að þessum spurningum. Það má einnig ætlast til þess, að allir kristnir safnaðarmenn veki sjálíir upp fyrir sjer þessar spurningar. Vegirnir eru svo margir, sem vjer sjáum mennina ganga í þessum heimi, en ekki nema einn er rjettur, vegurinn heim. Það eru svo mörg ljós, sem hirtast sjónum manna í heiminum, en í sáluhjálplegum skilningi er ekki nema eitt hið sanna ljós, ljósið af himnum, ljósið Jesús Kristur. Það eru svo margir andar, sem hreifa sjer og tala í heiminum, sumir næsta háværir, en í sáluhjáiplegum skilningi er það ekki nema einn andi, sem er sannleikans andi, andi Jesú Krists, sem sannfærir heiminn um syndina, rjettlætið og dóminn. Sá and.i talar engan fagurgala, enga hræsni, hann særir og hann græðir, hann niðurlægir og hann upphefur, hann sýnir þjer, hvað þú ert af náttúrunni veikur, óstöðugur, ósjálfbjarga einkum hvað þitt andlega líf snertir, en á hina hliðina sýnir hann þjer einnig, hvað kærleikur Guðs er mátt- ugur, miskunnsemi hans óþrotleg, náð hans eilít', hann sýnir þjer, þessi eini góði andi, hvað þú getur orðið sterkur með Guði, með hans hjálp, hans leiðsögn, að þú í trúnni á hann getur unnið sig- urinn yíir heiminum og komizt heim, heim til frelsara þíns. Hvert fer þú? Sumir hafa efiaust einlægan vilja á að feta í þau sporin, sem helgust hafa verið gengin á þessari jörðu. Þeirra iöngun er að gjöra Guðs vilja. ’Þeir vanda orð sín, vanda verk sín dags daglega; þeim er viðbjóður að sjá illt og ljótt athæíi, þeim tekur sárt að heyra guðsorði hallmælt af þeim, sem þykir 1) Dr. Theodor Zahn: Det apostolske Symbol. — Th. Steen. Kristiania 1893. Verð 1 kr. 50 a.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.