Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 7
hún enn kvað vera, er eilífðarkenningin ekki jafn hugg-
unarrík og hún annars gæti verið. Klerkur einn á vest-
urströnd Jótlands jarðsöng í fyrra vetur flskimenn marga,
er farizt höfðu í óveðri; lýsti hann þá svo átakanléga
kvölum þeirra hinum megin, að eptirlifandi ættingjum
lá við óviti. Kvað hann menn þessa hafa lifað svo illa
að enginvonværi um náð og notaði það, auðvitað í bezta
tilgangi, til að áminna þá, sem eptir lifðu. Ekki gazt
kirkjustjórninni reyndar að þessari ræðu prests og fjekk
hann áminningu, en foringi innra trúboðsins, sem mjög
er hjer útbrcitt, hjelt yflr honum hlífiskildi og kvað hann
hafa rjett gert. Að mínu áliti er útskúfunarkenningin sá
blettur, sem kirkjan nauðsynlegast þarf að má út úr trúar-
bókum sínum. Meðan hann stendur, svo svartur sem hann
er, getur hún ekki áfellt trúna fyrir það tilveruleysi, sem
hún liefir að bjóða.
Mejra um sama efni frá útg.
Svör uppá fríkirkjuspurningar sjera Vaidimars,
Allir menn verða að vera samdóma um það, að
kirkjuliflð sje fjörugra og framkvæmdarsamara í frikirkj-
unum en i rikiskirkjunum. Tíl þess að sannfærast um
framför trúarlífsins og áhugans í fríkirkjunum þarf eigi
annað en líta á afleiðingar fríkirkjufyrirkomulagsins í
Ameríku, og verður þá naumast annað sagt en þær sjeu
hmar glæsilegustu og gleðirikustu. í því landi þar sem
uh tillög eru frjáls, leggja menn svo mikið fje til kristi-
^egra augnamiða og fyrirtækja að undrum sætir. Kirkju-
hyg'gingar, biflíufjelög, kristniboð, sunnudagaskólar, smá-
iitaútgáfur 0g. kirkjutímarit Bandamanna í Vesturheimi
er aht nafnfrægt um víða veröld, og sýnir liið dáðríka líf
i landinu, er annarstaðar finnast eigi dæmi til. Einnig
skara frikirkjurnar í Evrópu t. a. m. »frjálsa kirkjan« í
>Sviss og »frálausa kirkjan« á Skotlandi í mörgu fram úr
öörum kirkjufjclögum Norðurálfunnar.
Fríkirkja er kirkjufjelagið kallað, þegar það er með
öllu óháð afskiptum ríkisins og stendur alveg á sama
Stigi gagnvart ríkisvaldinu, sem hvert annað einstaklinga-