Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 2
66 Daguf firrist draurnaværð, deyðir stjarnljós skærast; aptann bendir önd í fjærð á það, sem er kærast. Stgr. Th. Páskahugleiðingar. I. Árbjarmi eilífðarinnar. . . . Árbjarmi eilífðarinnar! Hann ljómar yfir hinn fyrsta páskasöfnuð, konurnar og lærisveinana, Ijómar frá grötínni, þar sem vinirnir höfðu iagt hinn krosst'esta til hvildar. Fyrst er það óttinn, sem gjörir vart við sig, og einnig eptir boðskap englanna berjast á í brjóstunum kvíðinn og gleðin. Aldrei hefðu vinirnir hlotið hina glöðu trúarvissu, að dauðinn hefði ekki haldið honum, að orð hans stæði stöðugt, að verk lians væri fulikomnað, hefði hann eigi hvað eptir annað birzt þeim, eins og guðspjöilin segja frá og Pjetur vitnar urn í húsi Korneiíusar. Ýmsir vilja skipa síðustu kapítulum guðspjallanna, með sinni páskasögu, á bekk með æfintýrum. En sjerhver sá, er vill strika út úr heilagri ritningu vitnisburðinn um það, að Kristur sje virkilega og líkamlega risinn upp frá dauð- um, hann verður þá um leið að umsteypa öllum brjefum postulanna og Jaga allt nýja testamentið í hendi sjer f'rá upphafi til enda. Pað er enn þá verið aðieyna að halda því fram, að upprisan sje ekki annað en ofsjónir hjá taugaveikluðu kvennfólki. En setjum nú svo, sem þó er alveg ósennilegt, að óbrotnar fiskimannakonur frá Galí- leu hefðu verið taugaveiklaðar, og það svo mjög, þrátt fyrir hinn hressandi gang i morgunsvalanum, að sama andlega sóttnæmið hefði gripið imyndunarafl þeirra allra i senn, eða hlaupið úr einni í aðra, þiinnig, að sömu of* sjónírnar gátu birzt þeim öllum, þá hef'ðu slíkar ofsjónir ekki vakið trúua á hinn upprisna, enginn postulanna heföi trúað þeirn, það þurfti engan Tómás ti! að hafna slíku. Peir þuría virkilega viðburði til að standa á, tii þess að syngja lof' um sigur Drottins. Að eins virkilegir viðburðir geta tendrað kærleikseldinn i brjóstum vitn-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.