Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 3
67 anna, sem eiga að boða Drottin í heiminum og í brjóst- um áheyrendanna, sern eiga að trúa í'yrir þeirra boðskap. Standandi á slíkum virkilegum viðburði boða þeir, að Guð hafi gjört þann, sem lýðurinn festi upp á trjeð, að Drottni og Kristi. Meira að segja, eigin trúarvissa þeirra er svo algjörlega bundin við upprisuna, sem virkilegan, sögulegan viðburð, að Páll segir afdráttarlaust, að kristindómurinn sje alveg ónýtur, sje Kristur ekki upprisinn. Aldrei mundi Páll hafa prjedikað krossinn Krists, hefði ekki upprisu- vissan breytt smánardauða hins naðverska iagabrotsmanns ífriðþægingu hins sanna Guðs sonar. Fyrir hana eru post- ularnir sjálfir sigri hrósandi og fuilvissir um sigur ríkis hans um síðir; og þó að elfur mæðusemdanna brotni á brjóstum þeirra, og öldur dauðans íæri þá í kaf, þá skín samt af höfði þeirra árbjarmi eiiífðarinnar, Kristur geng- ur á undan, þeir fylgja honum eptir, og þeir munu sjá hann við endurkomu hans, eins og haun heíir þeim beitið. Árbjarmi eilífðarinnar ljómar einnig yíir oss með boð skap páskauua: Kristur er upprisinn, oss til sáiuhjálpar er haun upprisinn; endurkveði sá boðskapur í hjörtum vorum og bergmáii siðan öllum þeim tii hjálpræðis, sem vjer flytjum hann. Heill og friður sálar vorrar og sjer- hverrar sáiar, sem oss er trúað fyrir, er bundinn við vissuna um þetta, við sannleika þess viðburðar, að Guð hati sent sinn eiugetinn son í heiminn, tii þess að gjöra menn- ina sáluhólpna, og að sonurinn hafl friðþægt oss við föðurinn með sínu blóði og endurieyst oss, svo að vjer eigi deyjum, heidur lifum. hví er það, að fagnaðarerind- ið um upprisu hans er einmitt hið dýra orðið, sem heitir oss sáluhjálpinni. Yissum vjer að eins það, að Jesús írá Nazaret hefði verið krossfestur og gröfin væri á enda skeiðs hans, ekkert annað; liver mundi þá velta steini sektarinnar af hjörtum vorum, hver mundi þá velta stein- iuum af gröfum vorum? En Kristur er upprisinn! Það er þá hann, sern heíir geflð líf sitt tii lausuargjalds fyrir marga, hann, sem faðiriun heflr uppvakið frá dauðutn oss til rjettlætis. Kenniug kristindómsins er þá vitnisburður frá honum, sem var i skauti föðursins, hún er rödd frá

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.