Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 8
72 slík rit, hefði það verið heppilogra, að byrja ekki á henni, heldur á kirkjusögunni, ekki að eins sögu fornkirkjunnar, heldur ágripi af allri kirkjusögunni til vorra daga, og láta þá þsr á eptir koraa trúfræði, siðfræði o. s. írv. — í trúfræði, siðfræði og hinum öðrum námsgreinum koma fyrir svo mörg nöfn á guðfræðingum og heimspekingum, trúarflokkum og heimspekingaskólum, sem alþýða manna veit lftil deili á og því síður hverja þýðingu þeir hafa haft, ef hún ekki þekkir neitt til kirkjusögunnar; en þar er þeirra flestra getið og skýrt fiá helztu störfum þeirra og ábrifum. En þessu hefir efalaust verið hagað svo af giidum ástæðum, svo að óþarfi er að sakast um það; og að minnsta kosti ættu allir þrátt fyrir það að taka sið- fræðinni fegins hendi. Þessi kristilega siðfræði jafnast, að þvf leyti sem jeg þekki til og hef vit á, fullkomlega við samskonar bækur útlendar, er hlotið hafa almennt lof meðal guðfræðinga og annara fræðiraanna. Og þó að jeg í fáeinum einstök- um atriðum ekki sje á sömu skoðun og höfundurinn, hygg jeg, að hvert blað bókar þessarar hafl meiri sanna lffsspeki að geyma, en allt það til samans, er jeg þekki af því, sem skráð hefir verið til að kasta skugga á krist- indóminn eða siðalærdóm bans sjerstaklega. Bók þessi er þess verð, að um hana væri ritað rækilega að efni til. Það ætla jeg þó ekki að leggja út í, sfzt að svo stöddu, því að bæði er það, að jeg efast um, að jeg sje þeira vanda vaxinn svo vel sje, og þó að svo væri, tekur það upp miklu meiri tíma, en jeg hefi ráð á sem stendur. Að þvf er formið snertir, þá er það skjótsagt, að á riti þessu er hinn sami vandaði frágangur, sem á öðrum ritum sjera Helga sáluga, það er að segja: glögg og greinileg niðurskipun efnisins, ljós og auðveld framsögn og mál svo vandað, sem tök eru á þess konar bók. — En þar sem hið vfsindalega mál lijá oss er enn svo ó- þroskað, getur stýllinn auðvitað ekki verið eins auðveldur eins og t. d. á sögubók, og er það ekki tiltökumál. Sama er að segja um orðaskipun og einstakar orðmyndir. En furðu vel hefir það tekizt, eptir ástæðum. Nokkuð önnur þýðing er lögð í sutn orð en venja er til, Þar er t. d,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.