Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 10
74 þarflegt fyrir þá, sem ekkí eiga kost á, að kynna sjer samskonar frœðibækur á útlendum tungum. Valdimar Briem■ Guðsorðabækur og húslestrar. Vjer Islendingar eigum talsvert af guðsorðabókum og þeim mörgum all"óðum, enda mun í fám löndum vera meiri þörf á þeim til að viðhalda kristilegu lifi, þvi að landið er svo strjálbyggt, kirkjuvegir víða langír, veðrátta eða færð opt ill talsverðan hluta af árinu, og prestaköllin með mörgum sóknum flest öll svo, að eigi getur verið að tala um guðsþjónustu á sunnudögum i hverri kirkju nema mjög sjaldan. Það er næsta óviða að messað verði á hverjum helgidegi í sömu kirkjunni. En þegar þessu er nú þannig varið, þá bæði þyrfti húslestrar hvervetna að tíðkast og guðsorðabækur að vera ódýrar. Þvi er verr að sumstaðar á landinu eru nú húslestr- ar lagöir niður, svo sem i Reykjavik, Stykkishólmi ásamt Helgafellssveit og Skógarströnd utan til, á ísaflrði, i Hróf- bergshreppi viða hvar, á Akureyri og að líkindum víða í Þingeyjarsýslu. Fleiri staði mætti án efa nefna, enda hefl jeg áður annarstaðar drepið á suma af þeirn svo þetta má nægja að sinni til að sýna að ástandið í þessu efni er eigi sem bezt. Það væri þvi nauðsynlegt, til að útrýma þessu böli, aö nokkrir góðir og sannkristnir rnenn i söfnuðunum mynduðu fjelag ásamt prestinum til að koma á og við- halda húslestrum. En til þess að öllum nálega sje auðvelt að kaupa hinar nauðsynlegu guðsorðnbækur þurfa þær að vera í lágu verði. Sálmabókin vor, er til dæmis langt of dýr. Hún væri fullseld í sínu vanalega snotra en Ijelega bandi á 1 kr.1, og jeg held, að útgefendum hennar yrði það 1) Alveg óraögulegt með 25 arka bók smáletraða, enda þótt engin væru ritlaunin. Þegar neí'ndartollinum, c. 40 a. á eintak, sem verða 75 a. i átsötu, Ijettir af, getur bókin selzt bundin á 2 kr. Ritstj.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.