Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 15
79 guSfræðiskennarí í Leipzig í 40 ár, við ágætan orSstír. Þetta blaS er hiS lang-merkasta frá hinni kirkjulegu íhaldsstefnu, eða konserv- atíva rjett-trúnaSi, sem nú telur sjer til fylgis aS eins 4 háskóla á öllu Þýzkalandi, Erlangen, Leipzig, Greifswald og Kostock, og er þó sjálft aðal-vígið, Leipzigar-háskóli, eigi tryggari en svo, að þang- aS var kjörinn prófessor dr. Buhl frá Danmörku, sem þykir óalandi heima á ættjörðu sinni vegna of-frjálslyndra skoðana. Ðie chriztliclte Welt (= hinn kristni heimur) heitir fullu nafni »evangeliskt lúterskt safnaðarblaS fyrir menntaSa menn af öll- um stjettum«, það blaS er líka gefiS út í Leipzig, en ritstjórinn, presturinn dr. Kade, á heima í Frankfurt am Main; 10. árg. þess er aS koma út sem stendur og verðið er 8 kr. Hugvekju-brotið hjer að framan er eptir sjálían ritstjórann. Stefnan skín að nokkru leyti í gegnum hugvekjuna. Það er stór misskilningur að ætla að guðfræðingar hinnar frjálslyndari stefnu, sem vanalegast eru kenndir við Albrekt Ritsohl, síðast pirófessor í Göttingen, sjeu allir kaldir og dauðir vantrúarmenn. Sjálfur höfuðmaðurinn var auk hins mikla lærdóms sins mjög andríkur og heitur trúmaður. Orð Krists í Mt. 11, 27 voru leiðarstjarnan í allri guðfræði hans. Persóua Krists cr eitt og allt, hið mikla óskiljanlega undur. Ut frá áhrifa- valdi hennar skapast trúarlíf og trúarþekking. Ollu yfirheimslegu er vísað á bug úr trúfræðinni, sem eigi snertir hið siðferðilega meövitundarlíf mannsins. Fyrir Krists friðþægingu — sem Ritschl skilur á allt annan hátt en kirkjan —, er möguleg hin kristilega lífsskoðun: trúin á föðurlega forsjón GuSs. Mjer blöskrar alveg að hugsa til þess, að á árunum 1877—82 var varla neitt kennt við háskólann um þennan lang-áhrifamesta lúterska guðfræðing aldarinnar, og hafði hann þó þá fyrir all-löngu sent frá sjer sitt höfuðrit (Hin kristilega kenning um rjettlætingu og friðþægingu, 3 bindi, útkomin 1870—74). Jeg komst þaS lengst við háskólann að geta stafað nafnið hans, og þykist ráða af hinu áöurnefnda ferðasögubroti sjera J. H., að 10'árum síðar hefir Hafnarháskóli lítið verið farinn að taka sjer fram i því, að fræða stúdenta um þennan þýzka kenniföður (sbr. Kbl. 1894, bls. 123). Ekki skyldi maður trúa því, að þetta merka blað Allgem. Ev.-Luth. Kirchenzeitung er ekki prentað í mikið stærra upplagj en t. d. Kbl., 2500 eintök. Die christl. Welt er prentuð í 5000 eintökum og telur það blað sig hafa mesta útbreiðslu af kirkjulegum blöðum þýzkum, með vísindalegum fróðleik; sum af því tagi og það all-kunn blöð hafa ekki uema 5—800 kaupendur. Aptur eru það sum hin uppbyggilegu sunnudagsblöð, sem hafa yíir 100,000 kaup- endur.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.