Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 11
75 nærri því eins arðsamt, því þá gengi meira af henni út. Á Englandi ganga menn í fjelög og gefa fje til að ritn- ingin og guðsorðabækur verði seldar með sem minnstu verði, en hjer á landi virðist sem menn gangi í fjelag til að okra á þeim. Þá er barnalærdómskverið óþarflega dýrt, og þó er hitt enn verra, að útgáfa þess er í höndum á útlendum manni, svo að það vantar og er með öllu ófáanlegt suma tíma af árinu viða á landinu. Þetta kemur af því, að þeir sem hafa umboðssölu þess á hendi, mega eigi láta neitt af því liggja í bókaleifum við árslok, þegar þeir gjöra upp reikninginn. Það vilja þvi allir hafa sem minnst af því til sölu, þar eð þeir verða siálflr að kaupa og borga fyrir fram allt sem óselt er við áramótin. Þetta ástand er óhafandi og væri reynandi, að einhverjir færir menn byggi til nýtt lærdómskver í stað þess sem nú er mest brúkað, en þá þyrfti um leið að slá varnagla við allri einokun á þvi, og það ætti íslenzka kirkjan að geta. En auk þess sem bækurnar verða að vera ódýrar þurfa þær einnig að vera uppbyggilegar, skemmtilegar og aðlaðandi. Prestahugvekjurnar, sem gefnar voru út hjerna um árið, eru ágæt bók í þeirri grein, en sá galli var á, að langt of-lítið mun hafa verið lagt upp af þeim, svo þær eru alveg útseldar, að minnsta kosti hafa ýmsir og þar á meðal jeg sjálfur hvergi getað fengið nokkurt eintak af þeim, því þeir fáu, er bókina eiga, vilja ómögu- lega selja hana aptur. Þá bók þyrfti því að prenta á ný, eða gefa út aðra líka í hennar stað. Einnig ætti að gefa út sunnudagaprjedikanir yfir alla helgidaga ársins, er í væru ræður eptir sem flesta presta landsins. Slík ræðu- söfn eru altíð erlendis og glæða mjög lestrarfýsnina. Raunar höfum vjer nýlega fengið Sunnudagapostillu Páls Sigurðssonar, sem eins og sjera Jón Bjarnason segir, flyt- ur margt nýtt og stóruppbyggilegt, sem eigi er í öðrum íslenzkum postillum. Og vissulega mun þessi bók tneð sinni bjartabliksskoðun á lífinu (optimismus), sínum heita framfarahug, sinni öflugu trú á sigri hins góða glæða með- gl margra húslestrarfýsnina, Hún mun hafa mjkil áhrif

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.