Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 6
70 maður, þá eru þær andi og líf, og verða það æ betur og betur. Þá lifi jeg mig inn í hóp lærisveinanna. Jeg fær- ist stöðugt nær lífsreynslu þeirra og vitundarlífi. Trúin sýndi mjer gildi páskasögunnar og nú styrkir páskasag- an mig aptur f trúnni. Hve dásamlega leiðir eigi hjer hvað til hins? Kristinn maður, handgenginn ritningunni á opt örðugt með að segja, hvort það var ritningin eða trúin, sem greip hann fyr. Hann veit að eins þetta eitt, að þetta tvennt er óaðskiljanlegt. Og lambið sem var slátrað, en þó lifir, hefir opnað hin sjö innsigli bókarinn- ar (Opinb.b. 5, 9). Og það opnar einnig, Guði sje lof, aðra bók lokaða sjö innsiglum: framtíðarbók þjóðar vorrar, kirkju vorrar. Undarlegir eru tímarnir, sem vjer lifum á. Eitt er víst, að mikið brestur á, að kristnin gjöri skyldu sína. Kirkj- an er sem stendur hvergi nærri vaxin hinum miklu kröf- um vorrar kynslóðar. Kraptur, kærleiki, djörfung, eining! Allt þetta vantar meira og minna. En Kristur lifir. Þess vegna getur kristnin ekki farizt, þess vegna hlýtur hún og fyr eða síðar að vinna sitt þjónsverk, sem heim- urinn kallar að henni og hún ein getur innt af hendi. Kristur getur leyst úr öllum spurningum, sem uppi eru í tímanum, hann hefir huggun í allri neyð, sem á sækir, krapt til að vinna allar þrautir, sem leysa þarf. Kristur fyrir oss, Kristur í oss! Honum sje því falin vinna vor, framtið vor. Vjer þurfum engan nýjan frelsara og eng- an nýjan Guð. Gleðjið yður ávallt í hinurn upprisna Drottni, og enn aptur segi jeg, gleðjið yður! Die ehristliche Welt. Páskanúmer 1895. Páskavers. Sinnum ei svefni, sólin páska rís; inndælt er efni: öllum hjálpin vís; ódáins frá arni il og birtu slær,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.