Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 13
77 gsezlan verða þeim í öðrum efnum auðveldari. Én þetta er hlutur, sem eigi fæst án eríiðismuna, því verða menn að muna eptir og eigi telja ómökin á sig í þarfir Krists kirkju. Kæmist húslestrar almennt á í kaupstöðunum, mundu þeir fljótt breiðast út þaðan í nærliggjandi sveitir, og viðhaidast því betur í hinum er enn halda þeim. — Það er eigi síður þörf á húslestrum í kaupstöðum en annarstaðar, því ekki einu sinni í fjölmeunustu kauptúu- um landsins nema Reykjavik getur vertð að tala um messur og kirkjugöngur, nema annan og þriðja hvern sunnudag eða því sem næst. Oskandi væri að vor kæri og tjöimenni höfuðstaður gengi á uttdan í þessu sem öðru góðu er til framfara horfir. Eitt má nefna enn. Máiið á guðsorðabókunum þarf að vera vönduð og góð íslenzka, en það liefir þvi miður viljað stundum vauta, og spiilir það góðum áhrifum hjá möuuum er vit hafa á, og gæddir eru fegurðartiiflimingu. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Frá kristniboðinu. ÁriS sem leiS var allmerkt minningarár í sögu kristniboðsins. Síöustu dagana í septembermánuöi hjelt Kristniboðsfjelag Lundúna 100 ára afmæli sitt. Elzta kristniboðsfjelag er hið katólska í Rómaborg, sem ekki eingöngu hefir heiðnu löndin undir, heldur og prótestantísku löndin; nefnist fjelag það í daglegu tali Propa- ganda (fullu nafni: Congregatio de propaganda fide) og var stofnað 1622. Þá kemur næst í röðinni kristniboðsfjelag Herrnhúta, stofnað 1732, þá Baptistanna ensku, stofnað 1792 og verður Luudúna. fjelagið þá hið 4. í röðinni eptir aldri, stofnað 1795. Lundúna-fj elagið mun vera eitt liið ríkasta og afkastamesta evangelíska kristniboðsfjelag. Árið sem leið hafði það i sinni þjón- ustu í 3 heimsálfum, Afríku, Asíu og Ástralíu, 196 kristniboða senda að heiman og 1429 kristnaða menn af kyni heiðingja, sem fasta trúboða sína. Árstekjur fjelagsins 1895 námu framt að 3 milj. kr., og í söfnuðunum er um hálf milljón manna. Fjelagið hefir frá upphafi lialdið fast við þá frumreglu að flytja heiðingjunum að eins fagnaðarerindi Guðs, en enga ákveðna kirkjuskipun lieiman að, en lætur það ráðast hvernig fer um það í hinum nýju söfnuðum á sinum tíma.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.