Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 5
G9 bugar hina leitandi sál, einnig sál skilgetins sonar aldar- innar, er — hinn upprisni. Hver þekkir ráðgátu dauðans? Hver þekkir hve sterkur hann er og hve langt vald hans nær? Eitt er það, sern vjer allir finnum, að það er þó hið ónáttúrleg- asta í heiminum þetta, — að deyja. 011 tilvera vor teyg- ir sig fram til lifsins. Er það þá í sjálfu sjer svo undar- legt þetta, að einn er frá Guði kominn, sem hafði lifið í sjer, svo sannarlega sem Guð er líf; sem dauði og gröf gátu eigi haldið, svo sannarlega sem lífið er sterkara en dauðinn? — Jú, vissulega er það undarlegt, eins og heimur trúarinnar yfir höfuð, eins og hin heilaga vera Guðs og allt endurlausnarverkið, afrekað af Jesú Kristi, og sje þessi heirnur einhverjum sem lokuð bók með sjö innsigl- um fyrir, hver er þá leiðin til að koma inn hjá honum trúarneista á upprisu Jesú? — Eitt má þó gjöra, og það er að vitna sjálfur: Já, jeg er barn aldarinnar, jeg lifi mig inn í allt það sera sögu og náttúruvísindin leiða í ljós á vorum dögum, jeg er i og með öllu því, sem uppi er í timanum, hvort sem það telst til gæðanna eða meinanna, og þrátt fyrir það: Jesús er minn frelsari — hann lifír, og lif hans er mjer pantur fyrir sigri hans, og fyrir hann mun jeg einnig sigra og lifa. Það sem gjörir oss færa til slikrar páskajátningar er að eins eigin raun á lífskröptum þeim, sem streyma út frá hinum upprisna. Hafi einhver eigi kennt þeirra strauma, getur hann ekkert orð um það sagt. »Hafi einhver ekki Krists anda, þá er sá ekki hanscc1. »Drottinn er andi, en þar sem hans andi er, þar er frelsi«2. Já, einnig frelsí til þess, sem aldarinnar barn að trúa á hinn upp- risna og syngja páskasöngva. Frelsi til að byggja allt sitt lif á þessari glöðu trú. Og þá einnig frelsi til þess, að leita sjer ununar i páskasögum ritningarinnar. Færi jeg að fást við þessar sögur án þess að hafa reynt á sjálfum mjer lífsstrauminn frá Kristi, hvað eru þær mjer þá annað en æfintýri og hjegiljur. En hugsi jeg um þær sem trúaður kristinn 1) Eómv. 8, 9; 2) II. Kor. 3, 17.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.