Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 3
21—22). En Páll postuli þekkti ekki Krist, meðan hanfl lifði á jörðinni. En postularnir og kristnaðir Gyðingar töldu slíka mannlega þekkingu á Kristi mjög svo þýðingar- mikla. Það voru til kristnaðir Gyðingar, sem íóru land úr landi og prjedikuðu, að Páil væri ekki postuli, og gæti ekki verið postuli, af því nð hann befði aldrei »þekkt Krist eptir holdinu«. En Páll postuli hjelt því jafnan tram, og lagði ein- mitt sjerstaklega mikla áherziu á það, að þetta hefði ekkert að þýða. Þegar hann hefir verið á fundi með hinum postulunum, kemst hann þannig að orði: »En hinir helztu hafa engu við minn lærdóm bætt«. Þeirra þekking á Kristi »eptir holdinu« var enginn' ávinningur fyrir þá. I textanum kveður Páll postuli enda svo fast að því, að þó að hann hefði þekkt Krist »eptir holdinu«, þá viidi hann nú kasta frá sjer þeirri þekkingu. Það var hætta, það var freisting; hin sýnilega persóna Krists í tímanum gat varpað skugga á hina ósýnilegu, eilífu persónu hans. Þeir sem þekktu Krist »eptir holdinu«, náðu annaðhvort aldrei hinni sönnu mynd hans, eða þurftu mörg og löng ár til þess. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning í þessari grein, tók Páll postuli svo djúpt í árinni, að fullvissa lesendur sína um það, að hann alls ekki þekkti Krist »eptir holdinu«. Hefir þú nokkurn tíma veitt því eptirtekt, og er það þó býsna einkennilegt, að Páll postuli minnist aldrei á lifsferil Krists, sem guðspjollin rekja svo yndislega? I þeirri grein getur hann að eins tveggja viðurða, dauða Krists og upprisu Krists, og hann nefnir hvorttveggja, sem stóra viðburði í andans heimi, og kemur alls ekki við hin einstaklegu atvik þeim samfara, eða með hverjum hætti þeir skeðu, sem hverjum æfisögu-höfundi hlaut að vera sjerstakiega ijúft að lýsa sem bezt. Vjer kunnum svo margar sögur um freisarann, og þær verða oss æ hjartfólgnari, þvl optir sem vjer lesum þær í nýja testa- mentinu, og hvað kernur bá til þess, að Páll postuli gengur svona alveg fram hjá þeim ? Þögnin hans merkir það, að Lil þess að ná anda og krapti fagnaðarerindisina

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.