Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 7
8? En hvað á jeg þá að segja um agnostíkarann, sem jeg hitti seinast i gær, og sagði mjer það, að það titraði aldrei neinn trúarstrengur í sálu sinni, að allt slíkt væri svo alveg fyrir utan sig, að hann væri sem »dauður« steinninn í þeim sökum ? Víst um það, það er fyrir vor- um sjónum frostdauði vetrarins, enginn grænn gróður, nje brum nje blað. En bíðum að eins, bfðum sólarylsins og frjódaggarinnar frá vorum himneska föður. Brum og blóm munu birtast um síðir. »Hann er ekki dauður, heldur sefur hann«. Páll postuli á einmitt við þetta i fyrri hluta textans: »Fyrir því metum vi'er nú hjeðan í frá engan eptir ho!dinu«. Það er þannig að skilja, hann gat eigri hugsað sier neinn mann skilinn frá hinum himn- eska Kristi, sem býr í sjerhverjum manni, og dregur alla til sín. Engin sál er algjörlegia í myrkrinu, þó að heims- ins ]jós hafi enn eigi skinið henni, »hið sanna ljósið, sem upplýsir hvern mann« (Jóh. 1, 9). Þetta var evangelíið, sem hlaut að gjöra postulann Pálaðhinum miklatrúboðaheimsins. I sjerhverju landi, þar sera hans naut við, prjedikaði hann fyrir öllum mönnurn Krist, þvi að Kristur er frelsari allra manna, kemur til allra, dregur alla til sín. iSjert þú þreyjulaus, óánægður, aumstaddur, efablandinn, þá er einmitt þetta sálarástand þitt vakið af Kristi, að þjer megi skiljast, að þú getur eigi Jifað án hans. Hann einn o^ enginn annar getur svalað sálu þinni, bætt sjerhverja þörf anda þíns. Þú kannast visast við það, að hann getur leyst efasemdir þinar og hreinsað hjarta þitt. En þjer sýnist hann vera svo laníjt í burtu frá þjer. Þú hyggur að hann sie enn þá eigi kominn til þin, og að þú þurfir sjálfur að gjöra svo mikið, áður en hann vill og getur komið. Þú segir likt og samverska konan sagði forðum daga í raunum sinum: »Jeg veit, að Messías kemur; þegar hann kemur, mun hann kunngjöra oss alla hluti« (Jóh. 4, 25J. En þegar þessi orð eru sögð eða hugsuð, þá er svarið á reið- um höndum alve^ eins fyrir þig og fyrir hana, Jesús svarar þjer með sömu orðunum og henni: »Eg sem við þig tala, eg er það«. Kristur er þegar kominn til þín. Kristur er nær þjer á þessu augnabliki, en nokkur önnur

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.