Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 11
u en þá fundu hinir kirkjulegu spekingar upp á þvi ráði, sem lengi var síðan fylgt, að segja, að sannleikurinn væri tvenns konar, annað væri vísindalega satt, en annað trúarlega satt, þó um sama væri að tala — alveg á sama hátt eins og próf. Rasmus Nielsen kenndi á sinn hátt A vorum dögum. í kirkjunnar skólum skyldu öll vísindi, allar uppgötvanir, öll andagipt, allar Jistir fylgja trúnni og henni þjóna. Það var ekki fyr en á 17. öldinni, að franskur vísindamaður, Descartes, kvað upp úr með að snúa við setningu miðaldarspekinganna: »Trúin skal gefa mjer skilninginn« (Credo ut intelligam) og sagði: »Skiln- ingurinn skal gefa mjer trúna« (Intelligo ut credam). Mót- setniug sú, sem í þessum setningum liggur, sýnir deilu- efnið, eins og það heflr haldizt til vorra daga. Með Renaissance-timanum, og þó einkum með siðbót Lúters, harðnaði deilan (eins og áðan var á bent). Grundvallar- krafa siðbótarmannanna var trúar- og hugsunarfrelsi ein- stakra manna byggt á Guðs orði og samvizkunni. Þess- ari setningu gátu menn aldrei síðan gleymt, þrátt fyrir það þótt bæði báskólarnir og maktarvöldin brytu hana á bak aptur þegar í upphafi hinnar miklu hreiflngar. Og þegar bið andlega frelsið fjekkst ekki til neinnar hlýtar, braut hin niðurbælda frelsisþrá sjer annan og veraldlegri farveg, sem sje pólirískan. Þar af spruttu byltingarnar miklu, fyrst á Englandi gegn Stúörtunum, svo frelsisstríð Bandarikjanna, og loks franska byltingin mikla. Það hefir verið sagt, að siðbót Lúters kafnaði í fæðingunni, og má að vissu leyti til sanns færast, þótt þröngsýnir menn kalli það vantrúarsetning. Því reyndin sýndi, að allt sem siðbótin vann eða lagði undir sig af löndum eða þjóðum, það hafði henni áunnizt á 20—30 árum frá byrj- un hennar tfmatals (frá 1517 til 1546, dauðaárs Lúters), svo að hennar takmörk í vorri álfu hafa heldur færzt inn en út í þá hálfu fjórðu öld, sem siðan er liðin. Fyrir hverjar orsakir stöðvaðist þessi volduga bylting? Fyrsta og síðasta svarið er það, að hverju stórstigi mannkyns- ins fram á leið fylgir apturkast, eða að minnsta kosti hik og deyfðartími. Það er eins og þjóðirnar þoli ekki ianga áreynslu i senn, og sýni þær rögg af sjer og gjöri skorpu,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.