Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 13
 á vorutn dögum hefir þótt jafn-vel kunna, að íáta aílá flokka halda rjettu jafnvægi eða vega sait einn móti öðr- um. Á dögum Stúartanna (á 17. öldinni) myndast fyrst fyrir alvöru hinir mörgu trúarflokkar — nú á þriðja hundrað. — Einnig á Englandi kröfðust konungarnir þess rjettar að veia æðstu yfirbiskupar ekki einungis rikis- kirkjunnar hcldur og allra sekta, dissentara, trúarfiokka. Þar, eins og i Lúterstrúarlöndunum, varðaðí öll villutrú dauða eða Jandrekstii, en smærri brot höptum og pind- ingum. Þar, eins og annarstaðar, brutu konungarnir (þe^ar þeir gátu) meginreglu siðbótarinnar og bönnuðu alit trúarfrelsi, nema í orði kveðnu, svo sem það að lesa bifiiuna, en ekki samt til að skilja hana öðru vísi en hin- ir nýju páfar: kennimennirnir, háskólarnir og þjóðhöfð- ingjarnir Jásu fyrir. En — þrátt fyrir allt— hjerstrand- aði þó lang íyrst harðstjórnarvaldið. Með Karli 1. Stúart var það brotið, því harðstjórn bræðranna KarJs 2. og Jakobs 2. er að skoða sem eptirspil eða apturkast frá Púritanaöfgunum. Andi siðbótarinnar hitti þar sinn bezta jarðveg. Hjer voru forn rjettindi fyrir, allt frá öndverðri 13. öld; hjer var mestur þjóðþroski fyrir, eink- um í höfðingjavaldi landsins, og lrjer sýndi safnaðafreisið fyrst hvað í því lá. Hjer gat prinsíp Lúters, andlega frelsið, fyrst og miklu betur en í hans fósturlandi barizt til sigurs — að vísu þó smámsaman og ekki fyr en ept- ir langa og blóðuga þraut. Sauðárkrókskirkja. Um leið og jeg svara spurningu yðar, hr. ritstjóri, um það, hve miklar gjafirnar til Sauðárkrókskirkju urðu, leyfi jeg mjer að biðja yður rúms í yðar heiðraða blaði fyrir eptirfylgjandi lnxur. Gjafir til Sauðárkrókskirkj u eru orðnar um 7000 ltr., mest- mognis frá hlutaðeigaudi söfnuði sjálfam. Hefir gjöfum þessum verið safnað með frjálsum samskotum, með gjöf frá söfnuðinum í einni heild (2500 kr.), með ágóða af 2 hlutaveltum, með ágóða af lotterífyrirtœkiuu, með áheitum o. fl. Þegar byrjað var að byggja kirlíju á Sauðárkrók, vorið 1892, eptir margra ára baráttu fyrir að fá leyfi til þess, átti kirkjan einar 1400 kr. til umráða, en nú er hún fullgjörð, og skrautleg

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.