Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 6
86 guðlegi leyndardómur, þannig opinberaður, »von dýrðar- innar«, og geislum eiKfrar gleði stafaði á hina myrku œfibraut hennar. En það er fyrir yður öllum sem fyrir þessarí konu. Lofið mjer að skýra þetta með alkunnu og einkar merku dæmi úr sögu visindanna frá þessari öld. í mörg ár höfðu stjörnufræðingar veitt því eptirtekt, að Úranus, yzta plánetan sem þá var kunn, hjelt sjer ekki við þá braut sína, sem lærðir menn hugðu lögum bundna. Tveir ágætir vísindamenn, annar enskur og hinn franskur, upp- götvuðu það, hvor 1 sínu lagi og án þess að vita hvor af öðrum, að það væri einhver ókunnur stór himinlíkami, sem drægi Úranus til sín út af settri braut, og allir stjörnuskoðarar voru beðnir að beina sjónaukum sinum í þá áttinaí himingeimnum, þar sem væri að leita að þessu ókunna afli, sem truflaði ganginn, og svo stóð eigi lengi á því, að Neptánus fannst. Alveg er hið sama að segja um það, að það er alls eigi komið upp hjá sjáifum þjer, þegar hugur þinn leitar, en finnur eigi hvíld, þegar þig langar til að verða góður maður, þegar öllu jafnvæginu er raskað i huga þinum og breytni. Það er eitthvert sterkt áhrifavald fyrir utan þig, sem veldur sliku. Það eru áhrifin frá Jesú Kristi, það er persónuvald hans, sem læsir sig um dýpstu rætur sálarlifs þins, kippir þjer úr stað og dregur þig, dregur þig til sjálfs hans. Þjer er jafn-ómögulegt að skilja sjálfan þig og líf þitt án Krists, eins og það var ómögulegt að skiija gang Úranusar án Neptúns. Það er mjög athugaverð setning hjá Xenófon á einum stað. Honum fannst að hann hefði tvær sálir. Það var alveg rjett hjá honum. Kristur var önnur sálin hans. Kristur var hans betri maður. Það er lika saga um gamlan dáta í franska verðinum; hann hafði fengið kúlu í brjóstið og læknirinn var að reyna að ná henni: »Skerið þjer bara nógu djúpt«, sagði hetjan, »og þá finnið þjer myndina af keisaranum«. Vjer getum snúið þessu við og sagt um hverja einustu mannssál: »Sker þú bara nógu djúpt, inn að sjálfum hjartarótunum, á bak við allt og undir öllu, i hinum huldu fylgsnum mannsverunnar, munt þú finna Krist«,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.