Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 4
84
verður dýpra að grafa og lengra að leita, en í sögu hínna
einstöku viðburða, sem minnstu ná af lífi lausnarans.
Við erum báðir, jeg og þú, eins og postulinn Páll,
við höfum aldrei þekkt Krist »eptir holdinu«, við höfum
aldrei tekið í hönd honum, við höfum aldrei litið hið
göfugmannlega og blíða andlit hans, við höfum aldrei
hlustað á tal hans. En þó getum við þekkt hann óend-
anlega miklu betur en samtíðarmenn hans, er heyrðu
hann og sáu. Við getum þekkt hann eins og postulinn
Páll þekkti hann. Hvernig þekkti postulinn Páll hann?
Hann lýsir því sjálfur svo áþreifanlega og rainnilega:
»Guði þóknaðist, að opinbera son sinn í mjer« (Gal. 1, 15).
Það má hugsa um Krist á tvennan hátt. Vjer getum
hugsað oss hann eins og raann, sem lifði í 33 ár, fyrir
19 öldura; vier getura fest oss 1 huga og miuni alla hiua
kunnu viðburði hins dýrðlega æfiferils lians, alveg á sama
hátt og hina undurfögru frásögu Platós um hinar efstu
stundir Sókratesar. Slík umhugsun um líf Drottins vors
er harla fögur, vekjandi og göfgandi, en þó tekur hún
eigi allart hug vorn fanginn, 19 langar aldir með sínum
mörgu og rniklu breytingum og byltingum bera skugga í
milli vor og myndarinnar, hún festir sig ekki innst og
dýpst í eðli voru, það er allur annar vegur til að hugsa
um Krist. Vjer verðum að hugsa oss hann, sem hinn
lifandi Krist, sem hinn upprisna Krist, sem »allt lifir,
hrærist og er 1«; vjer verðum að hugsa oss Krist lifaadi
í oss og lifandi í sjerhverjum manni, með síverkandi á-
hrifavaldi á allt vort líf. Þessi mynd af Kristi var ein-
mitt það, sem Páll postuli kallaði »sitt evangelíum«. Það
var leyndardómurinn, sem Guð opinberaði allra fremst
og fyrst í Páli postula, og þá einnig í oss fyrir hans orð.
Það er lausnin áráðgátu tilverunnar, á leyndardómi syndar,
pínu og dauða. — »Kristur í yður, von dýrðarinnar«
(Kól. 1, 27).
Lolaðu mjer að sýna þjer, hvernig allt ljómar í nýju
ljósi við slika skoðun á Kristi. Alveg nýlega kom ein
af hefðarfrúm Lundúna tíl einnar líknarsystur vorrar1.
i) Kona höí'undarins veitir forstöðu afkastamiklu líkuarljelagi
kverma í einu fátækasta bæjarhverfi Lundúna.