Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 12
fer þeira líkt og köppunum í sögunum, sem gengu ber- serksgang svo að ekkí hjelt við, að þeir urðu Ijemagna á eptir. Og andleg áreynsla oftekur menn ekki síöur en verkleg og veraldleg. Menn hafa, og vist með rjettu, harmað það, að Láter skyldi ekki gjöra söfnuðina, heldur þjóðhöfðingjana að arftakendum pafans og fá þeim í hend- ur æðstu völd allra trúar- og kirkjumála. Reyndar var hann til þess neyddur af hinu stjórnlega fyrirkomulagi bæði á Þýzkalandi og á Norðurlöndum. En afleiðingin varð trúarbót hans dýr og skaðleg. Höfðingjarnir þóttust með þvilíkri »enduibót« hafa ekki einungis himininn höndum tekið, heldur og öll gæði þessa heims, það er að skilja: frjáls umráð yflr klerkum, kiaustrum og kirkj- um; það er með öðrum orðum, tvöföld völd og margföld auðæfi. Þessi auknu völd og auður gjörði þá fyrst meir en mynduga, svo þeir smám saman gátu náð fullu ein- veldi i fiestum löndum Norðurálfunnar, því þótt aðallinu væri lengi seigur, stóðst ekkert við þar sem allir lögðu saman; konungar, klerkar og borgarar. Alþýðunnar (bænda) gætti enn ekki. En siðbótin (og fleiri framfara- efni tímanna) hafði nii samt sundur höggið þann andans fjötur, sem ekkcrt kúgunarvald hafði krapt til að sjóða framar saman. Einkum er stórmerkileg siðbót Kalvins i þessa stefnu, stm var eins frjálsleg að stjórnarfyrirkomu- laginu sem ófrjálsleg að trúfræðinni til. Það eru hin- ar reformeruðu kirkjur, sem mesta nytsemi hafa unnið fyrir frelsið, það er fyrir vöxt og viðgang þjóðanna. Safn- aðastjórnin kenndi þjóðunum frjálsa lýðstjórn, þar sem hún ekki þekktist áður, en jók hana og festi, þar sem hún var kunn, svo sem í Sviss og í borgum Þýzkalands og Norðurlandanna. En merkile^ust er saga Englands, strið parlamentisins og trúarflokkanna móti konungsvald- inu. I þvf landi birtist allt sem hjer er bent á í stórum stýl. Á Englandi, og á Skotlandi var það fyrst, að lýb- urinn tók til máls bæði i stjórnar- og trúarmálum, og stórmcrkilegt er að sjá, hvernig hið enska frelsi og mikla þjóðmenning fer að myndast, fyrst á dögum Hinriks 8. og niðja hans, einkum hinnar óviðjafnanlegu stjórnsömu Elisabetar, sem ljek þá list; sem engiun stjóruari fyr eu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.