Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 5
Þessi hefðarfrú var gædd öllum góðum gáfum og lifði víð gnóttir og velsæld, en hugur hennar var órór, hún þráði frið í sálu siuni, og að fá að lifa bjartara og betra lífi. Hún hafði göfgar hugsjónir og brennandi áhuga á því, að láta það sjást í einhverju. Það var einlæg löngun hennar að lifa falslausu, fögru og góðu lífi öðrum til heilla, En 1 samtalinu sló hún strax varnagia við einu, og var áköf með það: »það er ekki til neins að fara að tala um kristindóminn við mig«, sagði hún, »[ mínum eyrum er hann bjegómi. Og jeg vil ekki heldur eiga neitt sam- merkt við kristinn fjelagsskap. Þeir sem telja sig kristna eru í mótsögn við sjálfa sig. Þeir lifa ekki eptir kenn- íngum sinum«. Þessum orðum svaraði hin vitra systir á þá leið: »Jeg skal hvorki fara út í kristindóminn við yður, nje tala um kristinna manna fjelag, en jeg verð að tala við yður um Krist. Án Krists væruð þjer mjer hreinasta ráðgáta. Jeg get eigi skilið að yður og Krist. Jeg get ekki hugsað mjer yður án Krists. Jeg verð að hafa Krist með til þess að skilja í yður. Kristur, sem lifði fyrir tvö þúsund árum síðan, lifir enn, lifir í Lundúnum, lifir inni í þessari stofu, lifir i hjarta yðar, og af því að Kristur lifir innst í sálu yðar, þá eruð þjer komnar til mín í dag. Það er Kristur, sem hefir það persónuvald yfir anda yðar, að þjer eruð orðnar leiðar á þvi, að hugsa bara um sjálfa yður í hjegómlegri heimsnautn. Það er Kristur, sem hefir vakið hjá yður hungur og þorsta eptir rjettlæti, og þessa innilegu löngun, að láta eitthvað gott af yður leiða fyrir aðra«. Við þessi orð tendraðist ljós sannleikans í huga þessarar skörulegu og vel gefnu konu. Henni fór þá fyrst að hugkvæmast það, að Krist- ur, sem áður hafði verið f'yrir sjónum hennar ekki anuað en nafnið tómt í sögu fornaldarinnar, var lifandi persóna, alstaðar á vegi hennar, inni í fylgsnum sálu hennar, skapandi í huga hennar allt gott og göfugt, vekj- andi hjá henni hina innilegu þrá, sem hann og hann einn getur svalað. Þessi kona þekkti þá upp frá þvi Krist ekki »eptir holdinu«, heidur eins og Páll postuli þekkti hann. »Guði þóknaðist að opinbera son sinn« í henni; fyrir henni eins og fyrir postulanum Páli varð þá þessi

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.