Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 5
U7 Balles biskups, Bálslevs stiptprófasts og sjera Heiga presta. skólaforstöðuraanns Hálfdánarssonar, sjáura vjer jafnskjótti að trúarkenningin hefir fram að þessum tíma hjer á landi enginn steingjörflngur verið, heldur með fullu lífl. Þeirn Balle og Helga kemur saman um að trúin ein sje eigi nægileg til rjettlætingar, iðrunin þurfl og að vera trúnn, samfara. Helgi segir með berum orðum að vjer getum eigi orðið aðnjótandi þeirrar náðar og sáluhjálpar sem Kristur hefir oss afrekað, »nema vjer verðum nýir og betri menn«. Og svo, eptir niðurröðun efnisins og útlist- uninni á skilyrðum og einkennum sannrar iðrunar og trú- ar hjá Heiga, verður rjettlætingin af trúnni og fyrirgefn- ing syndanna eigi að eins ávöstur sannarlegs apturhvarfs, rjettlætingin verður og eptirfari endurfæðingar og helg- unar. Balslev stendur aptur mjög nærri Sigurði Melsted í »Samanburðinum«. Eg bið menn vel að gæta þess, að á meðan vjer enga eiginlega trúarfræði höfum prentaða á íslenzku, verðum vjer að taka »lærdómskverin« sem ljósastan vottinn um tilbreytingarnar á trúarkenningunni hjer á landi. Þetta dæmi, er eg nú hefi tekið, um mismunandi trúarskoðanir hjá tveim af vorum lærðustu og mestu guð- fræðingum, og það um hið efnisríka meginatriði lúterskr- ar trúar, er nægilegur vottur þess að eigi hafi einlægt verið kennt hið sama i prestaskólanum nje í kristnum söfnuðum hjer á landi. I sannleika, trúarfrelsið lifir inn- an þjóðkirkjunnar, sumstaðar líflegt, sumstaðar dauft, en samt lifir það. Nú kynnu menn að segja: Látum þetta gott heita; en kirkjnstjórnin, hún er þó eigi frjálslynd. Manstu eigi hve óþyrmiiega biskupinn greip ofan i lurginn á honum sjera Matthíasi okkar hjerna um árið?« Eigi man eg það nú glöggt, mig grillir til þess. Ef eg á að segja ail- an minn hug, þá er hann sá, að það muni öllu fremur hata verið orðalagið en hið eiginlega málsefnið hjá skáld- inu vora góða, er vakti athygli og vandlæting herra bisk- upsins. Vjer vitum allir að sjera Matthías er svo tröll- aukinn andans maður, að hann getur við tækifæri tekizt i háa lopt af eintómri andagipt og skáldefldum guðmóði,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.