Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 10
122 synd, marga spillingu, sem liggur hjer í landi. En vjer erum ekki mikið bættari með slikri upptalningu. Bezt er og hins vegar að lofa mönnum að njóta sannmælis og viðurkenna, að margt er hjer líka gott og kristilegt, sem fer fram í kyrþey, svo litið ber á; en það er ekki verra fyrir því, þó að það ekki láti þeyta láðurinn á undan sjer. Vjer þekkjum vist söfnuð, — og þeir eru margir slíkir, — söfnuð, þar sem eining og friður rikir almennt á milli heimilanna, þar sem hver keppist við annan að yrkja jörðina og hirða fjenað sinn, eða sækja sjóinn, opt með miklum erflðismunum og stundum lífsháska, til að geta haft sómasamlega af fyrir sjer og sínum og goldið til allra stjetta, — þar sem jörðin þó er opt spör á sin- um gæðum og sjórinn bregzt iðulega, þar sem menn þó eigi að siður una hag sínura og eru glaðir eða rólegir jafnaðarlega og boðnir og búnir til að hjálpa hver öðr- um, þegar á þarf að halda, opt þó af litlum efnum. 0g eptir allt vikunnar erfiði og margs konar strit fjölmennir söfnuðurinn til kirkju sinnar, opt í vondu veðri og yfir vonda vegi og torfærur. Hann syngur þar sína sálma með lofgjörð og bæn til skaparans, og lilustar á Guðs orð og kenningu prestsins með athygli. — En á stólnum stendur presturinn og þrumar: »Það er ekkert JeirJejulegt líf«. Vjer þekkjum víst heimili, — og þau eru mörg slik, — heimili, þar sem flest fer vel fram hversdagslega, þar sem trúlega er unnið, eptir því sem kraptarnir leyfa, með góðu samkomulagi, glaðværð og ánægju, enda þótt erfiðið opt sje strangt. Heimilið er ef til vill fátækt og kosturinn ekki rikmannlegur, en erflðisfólkinu þykir hann kryddmeti, og þakkar Guði og mönnum fyrir. Ýmsa ber að garði um daginn og einhverju góðu er bugað að öll- um. Fátækur maður ketnur og leitar sjer bjargar; hon- um er gefið af góðu hjarta það, sem hann þarfnast og til er. Veikur maður er á heimilinu, og honum er bjúkrað eptir megni. Börn eru þar líka; þeim er kennt það, sem unnt er. Svo líður dagurinn; og að loknu erfiði dagsins eru teknar fraro húslestrarbækurnar og sungið

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.