Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 15
127 horfnir frá maíeríuheimspekinni frönsku, speki A. Comtes, og nær hinum gamla þýzka Pantheismus. Þriðji fræði- mannaflokkurinn eru guðstrúarmenn, (John Fiske í Ara,, Romancs á Engl., P. Bourget á Frakkl.), og ýmsir þýzk- ir spekingar. Hinir frönsku Natúralistar þykja og hafa lifað sitt fegursta, á sinn hátt eins og Realistéirnir á Norðurlöndum. En þrátt fyrir þetta er nálega sama djúp- ið eptir sem áður staðfest milli vísindaheimsins og rjett- trúuðu kirknanna. Og þar sem öfgarnar virðast rjena hjá hinum beztu meðal vísindamanna, og allt vera á sí- feldri hreyfing og framsókn hjá þeim, sýnast öfgar rjett- trúunarkirknanna fara víða vaxandi — án þess þó að þeim sjálfum (því síður öðrum) finnist áfram miða eða fremur verði sókn en vörn af þeirra hálfu. Nýlegakom út bók eptir Synodu-prest norskan í Ameríku, sem ágæt- lega framsetur trúar- og lífsskoðanir rjettrúarmanna lút- erskirkjunnar i Ameríku nú á dögum. Því þótt ritið sje samið íamerískum »Reclame«-stýl, er höfundinum full alvara. Eins og flestir lúterskir prestar í Amerfku gjöra, fylgir hann blákalt hinu allrastrangasta trúarfræðissniði 17. aldariunar án þess að líta á nokkra framsókn í trú- ar- og vísindaskoðunum, sem síðan hefir orðið, Eins og hinn strangasti páfi fyrirdæmir hann heiminn, og allar hans stefnur, umbrot og athæfi utan Lúterstrúarinnar vjebanda, og endar sína bók á þeim röksemdum, byggð- um á tilfærðum bifiíuorðum, að hinu efsti dagur sje að eins ókominn, að anta-Kristur sje að visu í öðru hvoru húsi, en aðal-anta-Kristinn vanti, enda sje flest önnur teiknin sýnilega komin, og fyrir því hljóti endir heims- ins að vera því nær sem kominn. Og hvað svo? Svo birtist Kristur og setji dóminn »í skýjunum«. Og hvern- ig fer svo’ Um niðurstöðuna fullyrðir þessi spámaður, að »heimurinn« f heild sinni fyrirfarist, og einungis frels- ist táeinar sálir, eða hverfandi leifar. Þessi er endirinn — þessi sigur mannkynsins, nei: sigur »sonarins góða«, sigur almættisins, alvizkunnar, alkærleikans!----- Það er þessi kristindómskenning, sem »þessa heims börn« haf'na, virða varla viðtals og álita engu betri en kenningar Schopenhauers og annara guðlastara. Og um

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.