Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 9
1S1 og meira undir, þegar menn eru að tala um kirkjulegt líf, að minnsta kosti hjá sumum hverjum. Skyldi það ekki vera, að mönnum þvki hjer vanta meirakapp, meiri stælur, meiri hávaða, eins og að sínu leyti í veraldlegu politíkinni, í stuttu máli að meira beri á kirkjunni? Það sje fjarri mjer að amast við þvi, að kirkjan sýni meira fjör, meiri áhuga og framkvæmdarsemi; jeg óska þess meira að segja mikillega ekki siður en hver annar. En ef þessu, eins og mjög er hætt við, á að fylgja trúarofsi, trúarþras og flokkadrættir, og allur sá fjandskapur, sem slíku er vanur að vera samfara, þá veit jeg ekki hvað segja skal, eða hvort svo mikið er gefandi fyrir þess konar kirkjulegt líf. Það er mjög liklegt, að þetta komi allt upp hjá oss á sinum tlma, eins og hjá öðrum þjóðum, þegar vjer erum komnir á það skeið; og tíminn verður að leiða i Ijós, hvort þá fer betur; En vafasamt er, hvort hyggilegt er, að kalla svo mjög eptir sliku ástandi eða reyna að knýja það fram fyrir timann. En hvernig stendur á þvi, að menn eru allt af að tala um lárTcjulegt lif, en nefna sjaldan Jcristilegt líf? Eða er það það sama? Reyndar þýðir kirTcja og kristni opt hið sama; en eptir málsvenjunni er það þó í þessu sam- bandi nokkuð sitt hvað, svo að menn leiðast til að halda, að það sje ekki hið kristilega líf, sem optast er átt við, þegar menn eru að tala um kirkjulegt líf, enda er það opt auðsjeð á sambandinu. En hið innra kristilega líf er þó mergurinn málsins og miklu meira vert en allt ytra kirkjulíf, hversu æskilegt sem það kann að vera. En ætli þetta kristilega líf sje þá heldur ekkert í land- inu? eða að minnsta kosti allt dautt og dofið? Guð náði oss! Það er enginn efl á þvi, að það er langt um, — langt um oflítið, og harla langt frá því, sem Guðs orð kennir oss og Kristur hefir sýnt oss með dæmi sínu. En allt um það væri það þó rangt að segja, að ekkert kristi- legt lff sje í landinu. En þar sem þetta er hin innri hlið kirkjulífsins, er ekki auðvelt að sanna hjer neitt meðeða móti. Að eins má ráða nokkuð í það af ytri likum. Og þessar ytri líkur eru því miður stundum allt annað en glæsilegar. Það mætti telja upp marga þjóðlesti, marga

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.