Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 7
167 standa til eilifðar. Þegar vjer þá höfura í huga, að kirkjan er einkum reist fyrir ungmenni vor og afkom- endur i ókominni tíð, þá er eitt áform að siðustu, eitt heit sem vjer af hjarta ættum að heitstrengja, það er að vernda og varðveita sanna trú á Jesúm Krist í hjörtum vorum meðan líf vort endist, að rótfesta hana hreina og kröptuga i hjörtum barna vorra, svo vjer látum þeim ept- ir hinn dýrasta arf, er vjer vitum að framtiðin mun ekki njóta nokkrar sannar blessunar, nema hún varðveiti. Kirkja þessi er reist á »Bjargi«, hinu sama nafni sem kristindómurinn er reistur á; hyrningarsteinn hans er Jesús Kristur. Ef vjer eigum að varðveita kristindóminn til blessunar fyrir framtíðina, þá verður hann að standa hjá oss á bjargi. Hann má ekki feykjast burt úr hjört- unum fyrir nokkra vantrú, vanrækt nje ljettúð tíðarand- ans. Þetta er talað til vor allra, eins til mín sjálfs sena til yðar, tilheyrendur. I málefni kristindómsins svífa að nokkru leyti í nútfðinni svartar myndir fyrir augum vor- um, oss finnast hættulegar tíðir, að hjörð Drottins kunni að afvegaleiðast og tvístrast; samt viljum vjer ala þá björtu von og bera það traust til Drottins, að hann verndi Síon sína og snúi tímunum á þá leið, að framtíðarmenn- irnir falli fremur í faðm kristindómsins, að hinar kom- andi kynslóðir halli sjer auðmjúkar að hiarta hins kross- festa heldur en nútíðin. í þeirri von viljum vjer vinna og stríða, í því trausti byrja verk vort i þessu húsi og biðja í auðmýkt hinn algóða Guð, að vera í verki með oss. Hneig, ó Guð, hjörtu safnaðarins að þínu musteri; lát alla mæta hjer sem sanna játendur þíns heilaga nafns. Vertu máttugur í veikleika þeirra, sem flytja þitt orð frá þessum stað, og gróðurset í hjörtum þeirra elskuna til þín og Jesú Krist. Lát þinn anda undirbúa svo hjörtu allra þeirra sem hingað koma, að þeir hjer fái aflað sjer Ijóss og sannleika, huggun og frið. Þín náð, friður og blessun margfaldist yfir þessu musteri þínu um ókominn tíma frá kyni til kyns, í Jesú nafni amen.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.