Alþýðublaðið - 27.09.1960, Side 8

Alþýðublaðið - 27.09.1960, Side 8
Nixon ? Hvítt að framan, svart að aftan! Kennedy? 'Vikuritinu Time barst á dögunum lesandabréf svo hljóðandi. „Eftir því sem nær dregur forsetakosning unuin verð ég meir og meir uggandi um afdrif þess, sem kosinn verður. Orsök óróa míns er, sú staðreynd, að allir þeir forsetar, sem valdir hafa verið á ári, sem hefur að ártali tölu deilan lega með 20. hafa dáið í starfi. 1840 W. Harrisson, lézt í starfi. 1860 Abraham Lincoln, myrtur. 1880 James A. Carfield, myrtur. 1900 William McKinley, myrtur. 1920 Warren G. Harding, lézt í starfi. 1940 F. D. Roosevelt, lézt í starfi. ÞEGAR ég sé ungan mann koma út úr krá, ligg ur mér alltaf við að hrópa: Ungi maður, þú ert á rang- ri leið. Snúðu við! EF þið eigið svarta sokka frá Því í fyrra, ættuð þið að prísa ykkur sælar. Á tízku- sýningum í haust hafa dökk ir sokkar verið mjög áber- andi. Allir sokkar eru dökk ir, ■— sumir næstum kol- svartir. — Kostur þessarar tízku er, að dökkir sokkar láta fótleggi'na sýnast grennri, — gallinn á þessari tízku er aftur á móti sá, að lykkjuföll eru ákaflega greinileg. Ef þi'ð viljið fylgjast al- veg með, ættuð þið að eiga sokka, sem eru Ijósir að framan, en dökkjr að aftan. Það er nefnilega nýjasta nýtt. Þessir tvíli'tu sokkar hafa sömu kostj og þeir svörtu, — í þeim sýnast fót leggirnir grennri', — en urn leið beina þeir vitaskuld at hyglinni' að fóleggjunum. ÞAÐ er ekki á hverjum degi, sem tízkufrömuðum í París heppnast að finna sýningarstúlku, sem vekur athygli um heim allan, sem allir vilja taka myndir af, — og sem allar stúlkur heims reyna síðar meir að líkja eftir. Þetta heppnast þó einstökum sinnum, — og svo virðist sem Pierre Cardin hafi tekizt það í haust. Sýningarstúlkan var, ef til vill, ólík því, sem bú- ast hefði mátt við á okkar stórkostlegu tímum, hún var ekki yfirnáttúruleg á nokkurn hátt, þ. e. a. s. hún hefur ekki verið trú- lofuð hundrað manns í þeim klíkum heldra fólks, þar sem sagðar eru ótrú- legar sögur og ótrúlegir hlutir gerast. Hún er ekki tveir metrar á hæð, mjó eins og þráðarspotti með guigræna augnalok og álna langt munnstykki í munn vikinu. Nei, hér er um að ræða hina japönsku Siriko Matsumoto, — sem kom til Parísar ósa og sigraði. Tízkukóngurinn Pierre Cardin fylgdi í kjölfar Siriko, sem leið í gegnum sali tízkuhússins, óviðjafn anlega fíngerð og fögur, — með hvíta silkimjúka húð og stór dökk augu. Ljós myndararnir þyrptust um hverfis hana og kepptust um að taka af hennj mynd ir, fréttamenn vildu allir fá viðtöl við hana, — en hún var aldeilis hissa á þessu umstangi, ■— og sagð ist aðeins vera komin til Parísar til að vinna sér inn peninga, til þess að læra frönsku og síðar bókmennt ir. Siriko VINSÆLT, franskt viku rit hefur í þjónustu sinni rithandarsérfræðing, sem lesendur geta snúið sér til og fengið ókeypis upplýs- ingar hjá. Rithandarsér- fræðingurinn á þessu um- rædda blaði er kona. Á dög unum fékk rithandarsér- fræðingurinn bréf frá ungri stúlku, sem sendi sýnis- horn af rithönd unnusta síns, — og vildi fá úr henni lesið. Svarið var svohljóðandi: „Kæra „dansglaða 19 ára“. Ég hef með miklum áhuga rannsakað rithönd unnusta yðar. Hann er því miður flagari af verstu teg und, — og þér ættuð alls ekki að treysta honum í neinu, — né binda trúss við hann. Hann er ósann- sögull og svikull. Þetta þykist ég geta borið um, — því svo vill til að ég er gift „unnusta yðar“ og hef verið það sl. þrjú ár. ■ ■ ■ ' ■ j Lollo m ■ ■ ■ • GÍNA kann vel við ! ■ sig í nýja föðurland- [ : inu. Hún segist nú | [ losna við þá miklu : ; gagnrýni, sem hún [ ■ hafi lifað við heima á ■ j Ítalíu, þar sem hún ■ ; var öfunduð af því að : [ vera fræg, •— og þó i ■ öllu íremur af því að i : hafa lifað í hamingju ■ ; sömu hjónabandi með : ■ sama manninum í tíu [ i ár. ■ ■ Og nú hafa Milo- ! ; arnir, eldri og yngri, : i eignazt föðurland. i B ■ ■ ■ ■ ■ *■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ☆ ENSKI rokksöngvarinn, Tommy Steel, hefur fengið mörg uppsagnarbréf frá að dáendum, sem ekki vilja dást að honum eftir að hann gekk í hjónaband með einkaritara sínum Anne Donoughe. ☆ ÞAÐ hefur verið frem- ur kuldalegt á baðstöðum Evrópu í sumar. Til þess að halda á sér hita hafa baðgestir svolgrað nýjan kokkteil, sem neínist Guli hitinn. Því miður er upp- skriftin leyndarmáj bar- þjónanna, en ef einhver vill gera ti'lraunir hefur honum vel tekizt, ef hann eftir einn sopa sér fata morgana — hillingar í eyði merkursól. g 27. sept. 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.